Morgunblaðið - 01.12.2017, Side 2

Morgunblaðið - 01.12.2017, Side 2
10 Eignuðust barn á aðfangadag 102 2 Jólablað Morgunblaðsins Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Ellen Ragnarsdóttir ellen@mbl.is Guðrún Selma Sigurjónsdóttir gudrunselma@mbl.is Lilja Ósk Sig- urðardóttir lilja.osk.sigurdardottir@gmail.com Marta María Jónasdóttir martamaria@mbl.is, Auglýsingar Katrín Theodórsdóttir kata@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson J ólin eru býsna magnaður og ævintýralegur tími. Flest-ir eru fullir eftirvæntingar og leggja mikinn metnað íað hafa jólin sem flottust og best. Og mömmur þessalands (og auðvitað stöku pabbar) leggja sig fram við aðtöfra fram heilan heim sem er fullur af ævintýrum,glimmeri og sykurhúðuðu stuði og þess gætt vel að lífs- blómið sé vökvað. Þótt glassúrinn velli af jólahlaðborði lífsins þá getur þessi tími líka verið snúinn. Jólaklisjan er náttúrlega þannig að allir séu glaðir og kátir, nóg sé til af öllu, ekkert skorti og allir fari saddir og sælir í háttinn á aðfangadag. Það er því miður ekki þannig allsstaðar. Þótt jólin eigi að vera gleðihátíð mikil geta jólin verið hræðilega erfið. Það á ekki bara við um þá sem eiga við erfiðleika að stríða í lífinu heldur líka hjá þeim sem virðast vera með allt á hreinu. Jólin eru til dæmis alveg sérkafli hjá skilnaðarbörnum og for- eldrum þeirra. Auðvitað eru til milljón útgáfur af jólum skilnaðar- barna en algengt er á Íslandi að foreldrar skiptist á að hafa börn- in hjá sér um jól og áramót. Það er að segja, ef börnin eru hjá móður á jólum eru þau hjá föður um áramót og öfugt. Svona rúll- ar þetta hjá flestum ár eftir ár þangað til börnin verða það stálp- uð að þau halda sín eigin jól. Ég hélt til dæmis að ég sem skilnaðarbarn sjálf gæti nú ekki klikkað á neinu þegar ég gekk sjálf í gegnum skilnað. Ég hélt ég hefði lært svo mikið af hjónaskilnaði foreldra minna að ég væri útlærð í faginu. En því miður er lífið ekki alveg svo einfalt. Við þurfum nefnilega að ganga sjálf í gegnum erfiðleika til að vaxa og þroskast. Við þroskumst ekki af erfiðleikum annarra og við lær- um heldur ekki af þeim. Ef við gerðum það þá væru engin vanda- mál í heiminum. Fyrstu jólin eftir minn skilnað voru börnin hjá mér og gat ég hjúfrað mig í foreldrahúsum með ungana mína og látið hugsa um okkur. Svo komu áramót og þá fór tvöfaldi fjársjóðurinn minn til pabba síns. Það var furðulegt að upplifa sanna áramótastemningu með þeim sem manni þykir vænt um en vera á sama tíma svo rosalega dapur því það vantar svo mikið þegar börnin eru ekki nálægt. Þessi fyrstu skilnaðaráramót fór ég því heim snemma og var þessi sorglega týpa sem hékk á facebook á nýársnótt þangað til ég sofnaði í sófanum með tölvuna í fanginu. Það sem kom mér á óvart var hvað það voru margir online eins og ekkert væri eðli- legra. En kannski voru fleiri í áramótablús einir heima hjá sér. Hver veit? Ári síðar ætlaði ég aldeilis að passa upp á að ég yrði ekki blúsuð og var að heiman um jólin. Ég var náttúrlega búin að gera ráð fyrir að ég yrði svo heilluð af gerviveröld Las Vegas að ég myndi finna minna fyrir söknuði. Allt gekk vel fyrstu dagana en á Þor- láksmessu helltist söknuðurinn yfir. Ég reyndi að hugga mig í merkjavörumolli þar sem ég klappaði Louis Vuitton og Chanel töskum, en allt kom fyrir ekki. Blúsinn varð bara ennþá meiri. Það er nefnilega engin merkjavara eða lúxus sem getur bætt upp söknuðinn eftir því sem er manni kærast. Og þegar fólk saknar af öllu hjarta eru ekki til neinar töfralausnir. Fólk þarf bara að drus- last í gegnum það og gangast við eigin eymd. Það sem kom mér á óvart var að það hafði enginn minnst á það við mig að jólin gætu orðið furðuleg við skilnað og þau hættu ekki að vera furðuleg þótt tíminn liði. Þetta er svona svipað eins og með fæðingar. Það hafði aldrei neinn minnst á það við mig hvað gæti raunverulega gerst þegar kona er að reyna að koma barni í heiminn. Getur verið að það sé vegna þess að upplifanir fólks séu svo misjafnar og það sem er lítið mál fyrir einn sé stórmál fyrir annan? Eða er það vegna þess að ef við værum betur upplýst þá myndum við kannski ekki treysta okkur í þá vegferð sem lífið býður upp á? Ef fólk er innstillt inn á að eiga gott líf og reyna að gera betur þá lærir það af lífinu og tekur ákvarðanir úr frá því. Ég veit til dæmis að það þýðir ekkert að dæla ein- göngu dýrum gjöfum í börnin sín til þess að þau eigi gott líf og séu raunverulega hamingjusöm. Fólk þarf fyrst og fremst að vera til staðar fyrir þau og tala við þau. Gefa börnunum sínum tíma og leyfa sér stundum að hangsa. Það verður enginn verri manneskja af því. Jól skiln- aðarbarna Marta María Jónasdóttir ❄ Edda Björgvinsdóttir upplifði það einu sinni að maturinn var ekki tilbúinn fyrr en á miðnætt. 8 Jólaföt fyrir praktískar mömmur 68 85 Jólaþorp í Breiðholtinu 14 Snickers-kaffiís sem gleður 50 Svona pússar þú stellið! 101 Hvaða jólalög kveikja í þér? 115 Slaka og njóta 40 Bestu og flottustu jólagjafirnar Rjúpan betri ef maður hefur veitt hana sjálfur 42 Alþingishátíðarstellið bara dregið fram á tyllidögum 94 Sigga Heimis leggur á jólaborðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.