Morgunblaðið - 01.12.2017, Síða 8

Morgunblaðið - 01.12.2017, Síða 8
8 Jólablað Morgunblaðsins É g byrja að tína jólaskrautið upp á fyrsta degiaðventunnar. Þetta er náttúrlega uppeldið,en ég ólst upp við að það var ekkert byrjaðað skreyta fyrr en kveikt var á fyrsta að-ventukertinu. Jólatréð var aldrei skreytt fyrren á aðfangadag og síðan falið. Þegar það var afhjúpað þyrptust börnin svo inn í gleðikasti,“ segir Edda og bætir við að hún hafi sjálf tileinkað sér þennan sið. „Ég hef reynt að vera í þessum dúr. Ekki að skreyta of snemma og ekki byrja að spila jólalög of snemma. Svo á ég náinn ættingja sem byrjar að spila jólalög í nóvember og spilar þau út febrúar. Ég ber fulla virðingu fyrir því, það bjargar geðheilsu hans,“ segir Edda og hlær, en að hennar mati draga jólin fram gleði og hlýju í fólki. „Ef við þurfum einhvern tímann á því að halda, þá er það núna. Akkúrat í ljósi þess sem hefur verið að gerast í sam- félaginu. Ég held að það sé óskaplega gott ef allir gleyma sér, fara að faðmast, kveikja á kertum og finna kærleikstilf- inningu í brjóstinu. Íslendingar eru svo magnaðir, við för- um í sveiflur öll saman og ég get vel trúað því að við náum að taka höndum saman núna og fara í jólasveifluna sem aldrei fyrr.“ Dreymir hinn fullkomna desember Aðventan getur verið strembinn tími fyrir leikara, sér í lagi þá sem leika í jólasýningum og áramótaskaupinu. Edda hefur fengið að kynnast jólastressinu af eigin raun, og dreymir hana því um hinn fullkomna jólamánuð sem ein- kennist eingöngu af notalegheitum. „Við hjónin lentum stundum í því að vera saman á milljón og þurfa síðan að kaupa jólagjafir á Þorláksmessu og redda öllu. Það var hræðilegt. Ég verð að játa að það auðveldar leikurum sem eru í jólasýningum, eða áramótaskaupinu, að eiga einhvern að til þess að passa að börnin fái jólin. Ég man þegar ég var orðin einstæð móðir hvað það var kvala- fullt að geta ekki átt mánuðinn eins og ég sá alltaf fyrir mér í hillingum. Mig dreymdi að jólamánuðurinn færi bara í að kveikja á kertum, heimsækja vini og ættingja, fá mér kakó með rjóma hér og þar, baka piparkökur og vera í ein- hverju föndur- og bökunarstússi,“ segir Edda og bætir við að ennþá hafi ekki tekist að láta þann draum rætast. En hvað gerði hún til að vinda ofan af versta jólastressinu þeg- ar álagið var mikið? „Í rauninni er dálítið sorglegt að segja það, en þeir sem ofhlaða sig af vinnu eða áhyggjum ná eiginlega ekkert að vinda ofan af því. Ég man að einhvern tímann var maturinn ekki tilbúinn hjá okkur fyrr en á miðnætti því það var svo mikið að gera. Við þurftum að fela allar klukkur fyrir börn- unum, og ég man hvað það var kvalafullt að reyna að halda sér vakandi á meðan verið var að taka upp pakkana. Við sofnuðum öll til skiptis. Þetta eru verstu jólin sem ég man, en síðan hefur þetta aldrei verið svona slæmt. Síðustu jól hef ég náð að borða á réttum tíma, það er strax svo rosa- legur sigur frá því í gamla daga þegar maður var á hlaup- um og var heppinn ef maður náði að borða fyrir klukkan átta,“ segir Edda. En skyldi hún sjá fram á notaleg jól í ár? „Það sem hefur gerst nýverið er að börnin eru komin með eigin fjölskyldur. Ég er því hætt að reyna að draga þau öll til mín heldur borða ég hjá þeim til skiptis, sem er alveg dásamlegt. Þá fæ ég frí. Ég segi þó ekki að við skipt- umst á, því einhleypingarnir í minni fjölskyldu hafa gjarnan borðað hjá mér og svo höfum við farið og knúsað alla fjöl- skylduna eftir matinn. Núna síðustu tvenn jól hef ég þó verið hjá börnunum mínum, en það er ótrúlega notalegt og yndislegt. Þá lokar maður bara á eftir sér heima og hefur kertin og mandarínurnar tilbúnar, svo þegar maður kemur heim eftir allt saman er allt tandurhreint og fínt. Ég er strax farin að upplifa miklu minna stress, og ég veit að þessi draumadesember á eftir að koma.“ Í jólasveinabúningnum langt fram á sumar Það er ekki hægt að sleppa af Eddu takinu án þess að biðja hana að rifja upp einhverja hressilega og eftirminni- lega jólasögu, enda af nógu að taka. „Ég er nú búin að segja söguna af því þegar við urðum að henda jólatrénu af því að kötturinn meig á það allan des- ember, og allir kettir í hverfinu, nokkrum sinnum. Hún er eiginlega orðin dálítið gömul, en það var hroðalegur harm- ur,“ segir Edda létt í bragði og afræður að dusta rykið af gamalli sögu af syni sínum, Björgvini Franz, í staðinn. „Ég átti mjög sérviskulegan dreng sem neitaði ein jólin að pakka niður jólasveinabúningnum sínum. Hann fór síðan í honum niður í bæ 17. júní. Systir hans, sem var orðin ung- lingur, neitaði að ganga við hliðina á honum því hún skammaðist sín svo hroðalega mikið. Hann tók samt ekki annað í mál en að klæðast búningnum og það var enginn að þræta við þann þrjóskupúka. Þannig að það er jólabún- ingasagan sem enginn mun gleyma. Við foreldrarnir vorum svo frjálslynd að við vorum ekki að fetta fingur út í þetta, en systir hans hét því að hún myndi aldrei nokkurn tímann fara með okkur neitt þar sem barnið myndi verða sér til skammar aftur,“ bætir Edda við, sem einnig lumar á heil- ræði fyrir landsmenn. „Friður, gleði og húmor á jólunum eru skilaboðin mín til þjóðarinnar. Steingleymið svo öllum leiðindum. Ég legg til að desember verði tekinn í það.“ Sofnuðu öll til skiptis yfir jólapökkunum Að sögn Eddu Björgvins er æðislega áríðandi að hafa stemningu, stuð, kerti, mandarínur og jólaseríur hreint alls staðar í desember, enda segir hún að jólin bjargi hreinlega skammdeginu. Ellen Ragnarsdóttir | ellen@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Edda Björgvins er agalega mikið jólabarn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.