Morgunblaðið - 01.12.2017, Side 12

Morgunblaðið - 01.12.2017, Side 12
12 Jólablað Morgunblaðsins É g held það sé aðallega tvennt sem getur vald-ið manni álagi og vanlíðan um jólin. Annarsvegar það að við setjum oft á okkur pressuum að standast væntingar sem við höldum aðaðrir geri til jólanna. Okkur finnst viðkannski þurfa að kaupa fullkomnar gjafir, sem getur valdið fjárhagsáhyggjum, okkur finnst við þurfa að hafa heimilið rosalega fínt og halda alls konar boð. Svo held ég að þegar eitthvað er að, til dæmis ósætti í fjölskyld- um, ástvinamissir, skilnaður eða eitthvað slíkt, komi það gjarnan upp á yfirborðið um hátíðirnar. Hugsanlega talast einhverjir fjölskyldumeðlimir ekki við og treysta sér því ekki til að mæta í jólaboð. Ef fólk hefur misst einhvern ná- kominn er söknuðurinn einnig oft meiri um jólin. Svo geta skilnaðir verið snúnir og ég held að margir séu að eiga við eitthvað í þessum dúr,“ segir Helga, en hvað getum við gert til að draga úr streitu og njóta jólanna í botn? „Þakklæti er mjög öflugt tól í baráttunni og hefur verið mikið rannsakað undanfarin 15 ár. Öll höfum við þennan eiginleika innbyggðan í okkur að mismiklu leyti. Það er hversu auðvelt við eigum með að finna fyrir þakklæti og hversu auðvelt við eigum með að taka eftir því góða sem við höfum nú þegar í lífinu. Rannsóknir sýna það til dæmis að fólk sem er þakklátt að eðlisfari er við betri heilsu en aðrir og býr við betri félagsleg tengsl,“ segir Helga og bætir við að fólk þurfi ekki að örvænta ef það tilheyrir ekki hópi þeirra sem eru þakklátir að eðlisfari. „Góðu fréttirnar eru að maður getur ræktað eiginleikann með sér. Ýmsar leiðir eru færar, en það sem hefur verið mest rannsakað er að halda þakklætisdagbók. Til eru nokkr- ar útgáfur og fólk þarf að finna út hvað því hentar best. Til dæmis er hægt að skrifa daglega í bókina nokkra hluti sem maður er þakklátur fyrir. Þetta er líka hægt að gera annan hvern dag, eða einu sinni í viku. Sumum finnst gott að gera þetta í vikulok, líta á yfir vikuna og hugleiða bæði það sem gerðist og líka almennt séð aðstæður sínar og fólkið í kring- um sig. Í rauninni skiptir ekki öllu máli hvernig maður gerir þetta. Maður þarf bara að finna út hvað hentar manni best,“ segir Helga og bætir við að nauðsynlegt sé að koma dagbók- arskrifunum upp í vana, svo þau gleymist hreinlega ekki. „Fólk byrjar oft rosa spennt, en gleymir þessu svo. Það er því mikilvægt að búa sér til kerfi svo auðveldara sé að muna eftir þessu. Það getur virkað að stilla áminningar í símann eða kaupa sér sérstaka bók og hafa hana á náttborð- inu eða einhvers staðar þar sem maður sér hana,“ bætir Helga við. „Meðal þess sem rannsóknir hafa sýnt fram á er að fólk fer að eiga auðveldara með að finna fyrir þessari þakklætis- tilfinningu eftir að hafa stundað æfinguna reglulega. Fólk fer að finna fyrir meiri bjartsýni og taka meira eftir góðu hlutunum í kringum sig. Þar af leiðandi eykst trúin á að góðir hlutir muni gerast. Þetta eykur því bjartsýni, vellíðan og góðvild. Það hefur líka sýnt sig að þetta dregur úr ein- kennum streitu,“ segir Helga og bætir við að það reyni gjarnan á tengslin við fjölskyldu og vini um jólin. Þá geti bætt tengslin að halda þakklætisdagbók. „Þá sérstaklega þegar maður beinir þakklæti að fólkinu í kringum sig. Hvort sem maður gerir það innra með sér, maður getur skrifað það í dagbókina og reynt að finna fyrir þakklætinu. En það er líka hægt að tjá fólki þakklæti. Sum- um þykir það óþægilegt og vandræðalegt, en aðrir eru mjög opnir með það. Þeir sem finnst það óþægilegt geta látið duga að hugsa til manneskjunnar,“ segir Helga. „Núvitundaræfingar eru líka öflug leið til að draga úr streitu. Það þarf ekki að fara í eitthvert rosalegt prógramm, það getur verið nóg að setjast niður í fimm mínútur á dag. Til dæmis er hægt að hlusta á einhverja hugleiðsluæfingu á Youtube eða notast við smáforrit eins og HappApp og þar eru nokkrar hugleiðsluæfingar. Fólki vex þetta oft í augum og heldur að það þurfi að setjast niður í 20 mínútur á dag,“ segir Helga. En hvernig skyldi hún sjálf ætla að komast hjá mikilli streitu um jólin? „Mér finnst svolítið sniðugt að pæla í lífsgildum sínum fyrir jólin. Það er hvernig lífi ég vil lifa og hvað skiptir mig máli. Það geta verið alls konar hlutir; heilsan, vináttutengsl, að verja tíma með börnunum, fjárhagslegt öryggi og svo framvegis. Það er misjafnt hvað er efst á lista hjá hverjum og einum. Ég held það sé gagnlegt fyrir okkur öll að hugsa svolítið út í þetta fyrir jólin og skipuleggja þau út frá lífs- gildum okkar. Mér persónulega finnst tengsl við vinina, barnið mitt og fjölskylduna mjög mikilvæg. En líka sjálfs- umhyggja, að hlúa að sjálfri mér. Að mér líði vel og ég hafi það notalegt. Ég er þúsund sinnum betri mamma þegar ég hugsa vel um sjálfa mig. Hvernig get ég skipulagt mig og haldið í heiðri að hlúa vel að sjálfri mér? Ég veit að ef ég geri það hlúi ég vel að fólkinu í kringum mig,“ segir Helga. „Svo er eitt í viðbót varðandi lífsgildin. Við gerum oft ráð fyrir því að allir vilji hafa jólin á ákveðinn hátt, án þess að ganga úr skugga um að það sé í rauninni rétt hjá okkur. Ég held að það geti verið sniðugt að ræða við fjölskylduna um þeirra væntingar til jólanna og komast þannig hjá því að hafa fyrir því að gera eitthvað sem enginn kærir sig ef til vill um í raun. Sumir vilja kannski ekki fara í öll þessi fjöl- skylduboð, sem geta hreinlega verið streituvaldandi. Það skiptir máli að öllum líði vel og fjölskyldan hafi það notalegt saman.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Margir upplifa mikla streitu í kringum jólin, enda væntingarnar gjarnan í hærra lagi. Streita er bæði óholl fyrir líkama og sál en hún getur valdið hækkuðum blóðþrýstingi, lélegum nætursvefni og veikara ónæmis- kerfi. Helga Arnardóttir, master í félags- og heilsusálfræði, hefur sérhæft sig í jákvæðri sálfræði, en hún kann ýmis góð ráð til að komast glaður í gegnum aðventuna. Ellen Ragnarsdóttir | ellen@mbl.is Hollt að tileinka sér þakklæti á aðventunni Þakklætisdagbók og núvitundar- æfingar hafa reynst vel gegn kvíða.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.