Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Síða 28
27
mátt sín mikils gegn „harmleik stórvelda stjórnmála.“11 Á Balkanskaga
rákust á hagsmunir Rússlands og Habsborgararíkisins. Síðast en ekki sízt
magnaðist gömul ásælni Rússa í yfirráð yfir sundunum milli Svartahafs og
Miðjarðarhafs, og varð snar þáttur í strategíu þeirra.
Allir þessir spennufletir komu við sögu í aðdraganda og upphafi stríðs
sumarið 1914. Þeir atburðir voru annað og meira en ytri skilyrði byltingar-
innar; hún mótaðist öll af áhrifum og afleiðingum styrjaldarinnar. Af rann-
sóknum sagnfræðinga verður ekki ráðið að alevrópskt stórveldastríð hafi
verið óumflýjanlegt, og er því ekki út í hött að velta fyrir sér hvert orðið
hefði framhald mála í Rússlandi ef tekizt hefði að afstýra þeirri útkomu.12
Staðan eftir 1905 var þannig að friðsamleg leið til umbóta virðist mjög
11 John J. Mearsheimer, The Tragedy of Great Power Politics (New York: W.W. Norton,
2016)
12 Í eldri umræðu var því oft haldið fram að heimsstyrjöldin fyrri hefði verið óum-
flýjanleg, en tilgreindar voru mismunandi ástæður. Kenning Leníns um heims-
valdastefnuna átti að sýna fram á að stríðið væri nauðsynleg afleiðing af þróun
kapítalismans og uppskiptingu heimsins milli auðvaldsríkja. Allt aðra skoðun höfðu
þeir sem leituðu geopólitískra skýringa og töldu myndun tveggja stórríkjabanda-
laga hafa óhjákvæmilega valdið allsherjarstríði. Enn ein túlkun á þessum nótum
beinir sjónum að uppgangi og valdsækni þýzka keisaraveldisins og þar af leiðandi
óafstýranlegum árekstri við alþjóðlega stjórnmálaskipan. Í því sambandi er gjarnan
vitnað í þýzka sagnfræðinginn Fritz Fischer, sem árið 1961 gaf út mjög umdeilda
bók um stórveldisstefnu Þýzkalands og fyrri heimsstyrjöldina (nýjasta útgáfa: Fritz
Fischer, Griff nach der Weltmacht: Die Kriegszielpolitik des kaiserlichen Deutschland
1914/18 (Düsseldorf, Droste Verlag, 2009)). Ekki verður lengur dregið í efa að
Fischer vakti athygli á veigamiklum þýzkum rótum stríðsins (og fékk í fyrstu litlar
þakkir fyrir); en gagnrýnendur hans hafa að mínu viti sýnt fram á að hann las of
mikið af síðar skilgreindum stríðsmarkmiðum inn í atburðarás sumarsins 1914.
Hér verður ekki farið nánar út í þessi deilumál, en þess má þó geta að í kringum
aldarafmæli heimsstyrjaldarinnar birtust allnokkur góð innlegg, t.d. eftirtaldar
þrjár bækur: Christopher Clark, The Sleepwalkers; How Europe Went to War in
1914 (London: Penguin, 2013); Jörn Leonhard, Die Büchse der Pandora: Geschichte
des ersten Weltkriegs (München: C.H. Beck, 2014); Herfried Münkler, Der grosse
Krieg: Die Welt 1914 bis 1918 (Berlin: Rowohlt, 2014). Ekki verður af þeim séð að
rannsóknir síðustu ára hafi styrkt nauðhyggjukenningar um orsakir stríðsins. Nær
sanni er að þær varpi ljósi á margþættan aðdraganda, og það í tvennum skilningi;
saman tengdust efnahagsleg, pólitísk og hugmyndafræðileg ferli, og á tókust stór-
ríki sem öll höfðu einhver stríðshvetjandi áform (rétt er þó að í júlí urðu samræmdar
aðgerðir ráðamanna í Austurrísk-ungverska keisara- og konungsdæminu sérlega
afdrifaríkar). Innan þessa ramma virðast að vísu hafa hlaðizt upp kerfisvandamál og
ágreiningsefni sem gerðu erfiðara að forða stríði, en ekki í þeim mæli að svigrúm til
ákvarðana og athafna yrði óverulegt. Fróðlega umfjöllun um þetta er að finna hjá
Michael Mann, The Sources of Social Power, v. 2: The Rise of Classes and Nation-States
(Cambridge: Cambridge University Press 2012; fyrst gefið út 1993).
BYLTINGIN MEðAL BYLTINGANNA