Saga - 2010, Qupperneq 201
heimili sínu. Dóttir hennar, móðir Vigdísar, Sigríður eiríks hjúkrunarkona,
á sér stórmerka sögu. Hún sigldi til náms og var eftir að heim kom vakin og
sofin yfir velferð og heilbrigði fólks; tók þátt í alþjóðastarfi hjúkrunarkvenna
og vann að friði og mannúð. Að alast upp hjá slíkri móður hlýtur að styrkja
sjálfsmynd stúlku, jafnvel þótt hún sjái það ekki fyrr en síðar á lífsleiðinni,
en Vigdís dregur heldur enga dul á það að oft fannst henni erfitt að eiga svo
óvenjulega móður.
Skipta má bókinni í tvo meginhluta. Fyrst eru mótunar- og þroskaár
Vigdísar þar sem eru æska og uppeldi, menntaskólaárin, dvölin í Frakklandi
og svo hjónabandið. Þetta er hreinskilin frásögn og vel skrifuð. Námsárin í
Frakklandi reynast henni erfið og þótt námið gangi í sjálfu sér vel þá tekst
henni illa upp í prófum. og hið hefðbundna hlutverk togar — hvað á kona
svo sem að gera við prófgráðu? Svo deyr bróðir hennar sviplega. en Frakk -
land er líka skemmtilegt því þar eru listir og menning í hávegum hafðar og
Vigdís heillast af nýjum stefnum og straumum, þar sem Simone de Beauvoir
(hin margfræga bók hennar Le Deuxième Sexe, eða Hitt kynið, kom út 1949,
sama ár og Vigdís kom til Frakklands) og Jean Paul-Sartre voru fyrirmyndir
ungs fólks.
Frakklandsárin taka enda og Vigdís kemur heim, giftist og flyst til Dan -
merkur og síðar Svíþjóðar með eiginmanninum sem er þar við nám og störf
en hún drekkur í sig menningu og listir sem fyrr. Hjónabandið steytir á skeri
eftir nokkur ár og Vigdísi finnst hún hafa brugðist í því hlutverki sem hún þó
hafði þráð. Í þessum köflum kemur skýrt fram sú togstreita sem ríkir innra
með Vigdísi milli hins hefðbundna og löngunar eftir menntun og menn ingu.
Það var niðurlæging að koma heim fráskilin og barnlaus árið 1960, en
Vigdís fann lífi sínu farveg við kennslu, leiðsögn ferðamanna og störf tengd
leikhúsi. Frásögn bókarinnar breytist um þetta leyti og starfssagan tekur að
stórum hluta yfir hið persónulega sjónarhorn. Sem fyrr er karlaheimurinn
áberandi, enda starfar Vigdísi að mestu í karlaveröld og verður svo leik-
hússtjóri Leikfélags Reykjavíkur árið 1972, fyrst kvenna. Það að vinna með
körlum og takast á við karlastörf þýddi sífellda glímu við lífseig viðhorf til
kvenna þar sem geta þeirra og hæfileikar eru dregnir í efa (þetta finnur hún
vel síðar þegar hún er orðin forseti). Þetta þýðir líka persónulega glímu við
kvenlega sjálfsmynd sem þrátt fyrir sterkan persónuleika, menntun og hæfi-
leika, er uppfull af vantrú á eigin getu. Þessi mynd sem dregin er upp af
Vigdísi og innri átökum veikrar (kvenlegrar) sjálfsmyndar og sterkrar er
athyglisverð og kemur að ýmsu leyti á óvart en sýnir vel hve mikil áhrif
félagslegt og menningarlegt umhverfi hefur á sjálfsmynd einstaklingsins
hvað sem líður hæfileikum.
Þrátt fyrir að vera upplýst kona í karlaveröld, og kvenréttindakona í
hjarta sínu alla tíð, virðist Vigdís aldrei vera beinn þátttakandi í kvenna-
hreyfingunni. Í meðförum Páls virðist mér hún svífa utan og ofan við
kvennabaráttuna, sem er furðu lítið sýnileg í bókinni þótt baráttan við karl-
veldið sé áberandi. kvennahreyfingin var þó vel virk á þessum tíma og
ritdómar 201
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:54 Page 201