Saga - 2010, Qupperneq 216
leyti að persónunni Þórbergi er fylgt langleið ævinnar, frá því að hann kem-
ur fyrst til Reykjavíkur og þangað til hann lýkur ævi sinni, einn og yfirgefinn
(að því er virðist) á Vífilsstaðaspítala, tæpum 70 árum síðar. Hún er óhefð -
bundin vegna þess að ævisöguritaranum virðist ekki efst í huga að gera ævi
söguhetju sinnar skil. Hann hefur áhuga á að koma Þórbergi á framfæri, og
hvatann að ritun ævisögunnar virðist að einhverju leyti vera að finna í löngun
hans til að auka þekkingu á Þórbergi og verkum hans meðal almennings og
tryggja honum þann stað í grunnskólamenntun sem honum beri (Í forheimsk-
unarlandi, bls. 258). Pétur er líka áhugasamur um umhverfi Þórbergs, vini
hans og ekki síst um þann hóp skálda og listamanna sem hann tilheyrði. en
hann er ekki jafn áhugasamur um að leggja mat á þá þætti í pers ónu Þórbergs
og verkum sem vakið hafa fólk til umhugsunar alla tíð. Hann lýsir en greinir
ekki, dregur upp myndir en dæmir ekki. Hann veltir hins vegar vöngum og
leitar skýringa frekar en að gefa þær. Stundum er hann í einhverskonar
samræðu við gróinn eða hefðbundinn skilning á Þórbergi og fólkinu sem stóð
honum næst, ekki síst eiginkonunni Margréti Jónsdóttur. Það mætti kannski
segja að Pétur væri varfærinn, en hér er meira en varfærni á ferðinni. Hann
meðhöndlar söguhetjuna eins og hún væri verðmætur og mjög viðkvæmur
hlutur sem rangt orð eða hvass andblástur gæti mölvað í einu vetfangi.
Ævisagan minnir á handrit að gríðarlega löngum útvarpsþætti. Pétur
hikar ekki við langar tilvitnanir, stundum upp á fleiri síður, og hann lætur
þá sem hann vitnar í stundum eina um að tala frekar en að hann noti til-
vitnanirnar til að styðja við eigin texta. Þessi meðferð er líka í samræmi við
nálgunina í heild sinni. Tilvitnanir í skrif annarra, sendibréf, dagbækur og
annað slíkt, sýna viðhorf eða hugsunarhátt, upplifun eða hlutverk þess sem
skrifar hverju sinni. Þær eru felldar inn í mynd, verða ekki hluti af grein-
ingu. Það liggur við að maður heyri textann lesinn upp af höfundi og til-
vitnanirnar fluttar af þekktum leikurum. Pétur notar einnig sviðsetningar á
þremur stöðum sem myndu sóma sér ágætlega í útvarpi. Það mætti líka vel
hugsa sér kvikmynd eða sjónvarpsþætti eftir verkinu.
Pétur kallar ævisöguna í heild „skáldfræðisögu“. Hvað er skáldfræði -
saga? Fræðileg skáldsaga eða skáldlegt fræðirit? Fræðirit sem jafnframt er
skáldsaga eða skáldsaga sem um leið er fræðirit? Verk sem byggt er á stað -
reyndum en er þó í einhverjum skilningi skáldverk? og ef hún er skáldverk,
í hvaða skilningi er hún það þá? Pétur Gunnarsson sviðsetur vissulega sam-
töl og atburði eins og oft er gert í ævisögum, en þó er varla mikinn skáld-
skap að sjá í verkinu. Persónurnar sem koma við sögu eru enginn tilbún-
ingur og Pétur hefur eins og hver annar höfundur fræðirits fyrst og fremst
áhuga á að draga upp sanna mynd af þeim og samskiptum þeirra. Það
læðist að manni sá grunur að tengingin við skáldsöguna sem í þessari nafn-
gift er að finna vísi fyrst og fremst til þess að í verkinu er áherslan á frá-
sögnina. Heimildaúrvinnslan er ekki nákvæm og hún er sem fyrr segir ekki,
eða aðeins að litlu leyti, greining. Pétur leggur vissulega upp úr því að vísa
rétt og samviskusamlega í heimildir, en hann byggir textann samt ekki
ritdómar216
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:54 Page 216