Saga - 2010, Qupperneq 224
Vorið 1914 sigldi hún til Íslands til þess að vera viðstödd brúðkaup systur
sinnar. Samferðamaður hennar í þeirri ferð var englendingurinn Henry
Newcome Wright. Þau felldu hugi saman og giftu sig þremur árum síðar,
eftir að Newcome hafði tekið þátt í hildarleik fyrri heimsstyrjaldarinnar.
Hann var lögfræðingur og vegna starfa hans fluttu þau frá London til St.
Austell á Cornwall-skaga, þar sem þau bjuggu í um aldarfjórðung. Frá -
sögnin af dvöl Ásu í London gefur áhugaverða innsýn í líf kvenna af efri
stétt á umbrotatímum; til dæmis komst hún í snertingu við þær konur sem
hvað ötullegast börðust fyrir réttindum kvenna. eftir giftinguna birtist Ása
hins vegar fyrst og fremst sem fín frú, en þau hjón voru virkir þátttakendur
í samkvæmislífi efri stéttarinnar og heimili þeirra varð að samkomustað
fyrir ríka og fína fólkið sem vildi komast burt úr borgarlífinu um helgar.
Raunar er áhugavert að sjá hversu hratt og örugglega Ása aðlagaðist stétt-
skiptu samfélagi Bretlands og tileinkaði sér siði og háttu yfirstéttarinnar. Til
að mynda leyfði hún vinnukonum sínum aldrei að ávarpa sig að fyrra
bragði eftir að hún var orðin gift kona á englandi. Þessa stéttvísi flutti hún
með sér til Trínidad, en þá hafði hún blandast kynþáttahyggju eða rasisma
nýlendutímans, enda var vinnufólkið þar af afrískum eða indverskum upp-
runa og því sjálfskipað í undirmálsflokk samfélagsins, andspænis hinni
ráðandi evrópsku yfirstétt. Það skal játað hér að í enska hluta sögunnar var
persóna Ásu og saga ekki heillandi að mínu mati þar eð ég átti erfitt með að
finna til samkenndar eða ná tengslum við hana sem persónu.
Síðasti hluti í bókarinnar, og æviferlis Ásu, gerist á Trínidad, en þangað
fluttu þau hjón árið 1945 eftir að hafa siglt í strand og orðið gjaldþrota. Ása
var þá 53 ára en Newcome 61 árs. Viðdvölin á Íslandi varð stutt og tók
nokkuð óvænta stefnu, því svo fór að Guðmundur faðir Ásu, sem þá var 92
ára vistmaður á elliheimilinu Grund, sigldi með þeim til New york og þaðan
til Trínidad, þar sem gamli héraðslæknirinn eyddi sínu ævikvöldi. Í heild er
frásögnin af búsýslu og lífshlaupi, sóknum og sigrum — en líka mistökum og
áföllum á Spring Hill, landareigninni sem þau hjón festu kaup á — bæði
ævintýraleg og hrífandi. Þar lögðu þau stund á kaffibauna- og kakórækt, í
nábýli og baráttu við aðgangsharðan regnskóginn. Farsælli var ávaxtaræktin,
en eftir að Ása var orðin ekkja keyrði hún daglega með uppskeruna í
kaupstað og aflaði sér þar með tekna. Þá eru óborganlegar lýsingar á
ævintýralegu dýrahaldi þar sem flóðsvín, hundar, gullhérar, svín, asnar og
páfuglar, auk leðurblakna, rotta og annarra meindýra, settu svip sinn á heim-
ilishaldið. Nokkur kaflaskil verða við fráfall Newcomes árið 1955, en svo
virðist sem Ása hafi þá fyrst virkilega náð tökum á tilveru sinni og fjárhag, og
með ótrúlegri röggsemi, nýtni, ráðdeild og vinnusemi tókst henni að borga
upp þær skuldir sem á býlinu hvíldu og leggja fyrir. Þá var frekar tilviljana-
kenndri greiðasölu breytt í blómlegt gistiheimili, þar sem Ása var hjartað og
sálin og gestrisni íslensku víkingakonunnar varð hluti af sjarma staðarins.
Því komu ævilok Ásu, og þar með sögulok, ótrúlega á óvart, en á fáein-
um blaðsíðum í bókarlok fylgjumst við með þessari gáfuðu og heillandi
ritdómar224
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:54 Page 224