Saga - 2010, Síða 225
konu umbreytast í viðskotailla og stjórnsama norn. Forsaga þeirra umskipta
voru átök á milli tveggja stórra ástríðna í lífi hennar. Annars vegar var það
takmarkalaus ást hennar á Spring Hill, sem var griðastaður fugla, manna og
dýra. Til þess að geta reist foreldrum sínum, sem ekki áttu aðra afkomendur
á lífi, og fjölskyldunni á Íslandi sómasamlegan minnisvarða, ákvað hún
samt að selja býlið og gera það að náttúruverndarsvæði. Til þess að svo
mætti verða hrundu vinir hennar af stað mikilli fjársöfnun, sem endaði með
því að býlinu var breytt í Ása Wright Nature Centre. Þar með missti Ása
yfirráðaréttinn og völdin, þótt hún byggi áfram í húsinu, en þau umskipti
reyndust henni óbærileg. Fjármagnið sem fékkst fyrir söluna notaði Ása
hins vegar til þess að halda nafni sínu og fjölskyldunnar á lofti á Íslandi. Í
því augnamiði stofnaði hún tvo sjóði; sá fyrri, Verðlaunasjóður Ásu Guð -
mundsdóttur Wright, var tengdur Vísindafélagi Íslendinga og var ætlað að
veita íslenskum vísindamönnum verðlaun fyrir vel unnin störf í þágu vís-
inda á Íslandi. Síðari sjóðurinn, Minningarsjóður Ásu Guðmundsdóttur Wright,
var í vörslu Þjóðminjasafnsins og hann skyldi nota til að bjóða erlendum
fræðimönnum til landsins til fyrirlestrahalds. Áður hafði Ása flutt verðmæta
gripi sem verið höfðu í eign fjölskyldu hennar á Íslandi, sem og gripi sem
tilheyrt höfðu fjölskyldu Newcomes á englandi, til varðveislu á Þjóðminja -
safni Íslands. Fyrir vikið hefur nafn hennar lifað á Íslandi, þótt fáir hafi
þekkt söguna af konunni á bak við nafnið. Ása Wright Nature Centre stend-
ur hins vegar enn í blóma á Trínidad en saga Ásu þar var með öllu gleymd.
Raunar hvíldi hún þar í ómerktri gröf ásamt föður sínum og eiginmanni til
ársins 2006, þegar leiði þeirra voru hreinsuð upp og þeim reistur legsteinn.
Árið 2007 var þar svo í fyrsta skipti haldin vegleg minningarathöfn þar sem
framlags Ásu var minnst.
Í Trínidad-hlutanum tekst Ingu Dóru að draga upp lifandi og skemmti-
lega mynd af heillandi konu sem lesendur finna til sterkrar samkenndar
með, í gleði og í sorg. Hér eru heimildirnar líka orðnar persónulegri. Fyrst
ber að nefna munnlegar heimildir, viðtöl sem Inga Dóra sjálf tók við sam-
ferðafólk og vini Ásu sem enn voru á lífi, svo og upptökur sem varðveist
höfðu frá 1984 þar sem góðvinir, sem síðar urðu andstæðingar, rifjuðu upp
kynni sín af Ásu og Spring Hill. Auk þess byggir höfundur hér á mikils-
verðum gögnum úr einkaskjalasafni þeirra Ásu og Newcomes, en það
bjargaðist á elleftu stundu eftir að hafa legið óhreyft í kössum í þrjátíu ár. Í
heild er bókin lipurlega skrifuð og hana prýðir talsverður fjöldi mynda, og er
þeim haganlega fyrir komið þannig að þær styðja við og dýpka textann og
gefa frásögninni aukið líf. Höfundur leggur sig í líma við að kynna til sög-
unnar og nafngreina ótrúlegan fjölda fólks sem Ása hafði samskipti við á
lífsleiðinni, en stundum virkar sú upptalning svolítið eins og „name-dropp-
ing“. Þetta er sér í lagi áberandi í síðasta hlutanum þar sem „frægir“ og
mikils virtir dvalargestir á Spring Hill eru kynntir til sögunnar.
Í lokin langar mig hins vegar að velta upp stærri spurningum, sem
varða verkaskiptingu á milli einstakra fræðigreina. Það vekur athygli mína
ritdómar 225
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:54 Page 225