Saga


Saga - 2010, Side 228

Saga - 2010, Side 228
eitt hafa þó fjölritin fram yfir bókina: Í þeim er vísað til heimilda með þeim hætti sem sagnfræðingum er kennt að gera. ekki svo að skilja að þetta verk sé án tilvísana því að þeim er skotið inn í textann, oftast innan sviga, þar sem slíkt er bráðnauðsynlegt. Það er hins vegar ljóst að þessi mikla ritröð hefði orðið að meira gagni fyrir fræðimenn, háskólanema og áhuga- fólk ef oftar hefði verið vísað til heimilda. Sá hópur lesenda er nefnilega stór — og fer stækkandi — sem vill sökkva sér ofan í einstök atriði sem fanga athygli þeirra. Vissulega er hér um ritstjórnarlegt atriði að ræða sem höf- undar geta ekki gengið gegn, stefnu sem mörkuð var upp úr 1970 þegar venjurnar í þessum efnum voru aðrar en nú tíðkast. Þeirri stefnu hefði mátt breyta, jafnvel í ritröðinni miðri. Geta verður þess að hluta Gunnars í bók- inni, eins og hinum hlutunum tveimur, lýkur á flokkaðri heimildaskrá. Hún mun að sjálfsögðu verða einhverjum að gagni við frekari heimildaleit. Hins vegar má gera ráð fyrir að sumir lesendur muni ekki auðveldlega átta sig á því hvar þeir eigi að byrja að leita. Þessi bók er sannkallað yfirlitsrit sem á eftir að nýtast ýmsum hópum, t.a.m. sagnfræðingum sem tæki til upprifjunar, áhugafólki um sögu sem vill kynnast Íslandssögunni betur og framhaldsskólanemum sem þurfa að finna efni í ritgerðir sínar. Auk þess er bókinni skipt þannig niður í kafla og und- irkafla að hún er aðgengileg þeim sem vilja eða þurfa að kynna sér af - markaða málaflokka, t.a.m. stöðuna í mennta-, heilbrigðis- eða samgöngu- málum. Undirkaflaheitin „Vesturheimsferðir“, „Atvinnubylting í sjávarút- vegi“, „Húsakynni“, „Fæði og klæði“, „kvenréttindi“ og „Skemmtanir“ gefa frekari innsýn í innihald og uppbyggingu bókarinnar. Í bók sem þessari, sem fjallar um sögu Íslands á áratugunum kringum aldamótin 1900, verður auðvitað ekki komist hjá því að fjalla allítarlega um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Hins vegar er rétt að vekja athygli á því að stjórnmálin eru síðust í röðinni, þ.e. á eftir umfjöllun um atvinnubyltinguna og lífsháttabreytingarnar. Hér er auðvitað ekki um nýjung að ræða, en þó má geta þess að í yfirlitsritum af þessu tagi tíðkaðist áður fyrr að byrja á umfjöllun um stjórnmál og landstjórnina en láta efnahags-, félags- og menn- ingarmál reka lestina (sjá t.d. ýmis bindi af Sögu Íslendinga). Höfundur leiðir lesendur í gegnum þróun sjálfstæðishreyfingarinnar, gegnum benediktsk- una, valtýskuna o.s.frv., sýnir þeim hvenær algert sjálfstæði landsins varð að markmiði meginþorra Íslendinga, hvernig barátta þeirra tók á sig til- finningalegan og táknhlaðinn blæ, og svona mætti áfram telja. Þótt stjórn- málasagan komi ekki fyrr en í lok bókarhlutans er ekki þar með sagt að höf- undur telji hana léttvæga. Það sést m.a. vel á því að hann, eins og flestir aðrir sagnfræðingar, notar tímabilahugtök stjórnmálasögunnar víða í bók- inni, t.d. hugtakið landshöfðingjatími. Höfundur yfirlitsrits stendur frammi fyrir því eilífðarspursmáli hverju eigi að sleppa og hvað skuli leggja áherslu á. endalaust má deila um þetta vegna þess að yfirlitsverk eru höfundarverk eins og önnur fræðirit. Þó mætti benda á eitt atriði sem hefði mátt gera öðruvísi í uppbyggingu þessa verks: ritdómar228 Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:54 Page 228
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.