Saga - 2010, Síða 229
Hinar miklu umbreytingar sem urðu á gerð samfélagsins á áratugunum
kringum aldamótin 1900 hefði mátt skýra betur á einum stað, hvort sem það
hefði verið gert með nánari hætti í upphafi verksins eða með sérstökum
niðurstöðukafla. Hér er átt við atriði eins og hvaða kraftar það voru sem
knúðu umbreytingarnar, iðnvæðinguna, markaðsvæðinguna, búsetu- og
fólksfjöldaþróunina, vélvæðinguna, lýðræðisvæðinguna, félagavæðinguna
o.s.frv. — í einu orði sagt nývæðinguna (eða nútímavæðinguna). Öll þessi
atriði koma við sögu í ýmsum undirköflum verksins eins og við var að
búast; hér er aðeins verið að kalla eftir samanþjöppuðum skýringum á þeim
miklu umskiptum sem urðu í landinu á tímabili bókarinnar. Gunnar á þó
e.t.v. eftir að leggja eitthvað af mörkum til ellefta bindis Sögu Íslands og þar
kann að vera ætlunin að taka áðurnefnda þræði saman.
Þórir Óskarsson fæst í sínum skrifum í þessu bindi af Sögu Íslands við
tvær bókmenntastefnur tímabilsins 1882–1918, en hefð er fyrir því innan
bókmenntafræðinnar að kenna árin frá 1882 til aldamótanna við raunsæi en
tímann frá aldamótum til fullveldis við nýrómantík. Þetta er bókmennta-
saga í hefðbundinni merkingu þess orðs, þ.e.a.s. hér er ekki fjallað um bók-
menningu í breiðum skilningi, t.d. skrif lítið þekktra einstaklinga eða hand-
ritagerð, sem enn var talsverð víða um landið. Þórir leitast í kjarnyrtum
texta sínum við að greina meginstraumana í íslenskum bókmenntum á þess-
um tveimur tímabilum, en vissulega þarf hann að staldra við einstaka rit-
höfunda og verk þeirra til að ná því markmiði. Þá leggur hann allmikla
áherslu á að greina innbyrðis tengsl milli rithöfunda og hugsuða, og hann
fjallar einnig um menningartengslin við útlönd, einkum Danmörku. Textinn
ætti því að nýtast vel áhugafólki um bókmenntir áratuganna kringum alda-
mótin 1900, þótt vissulega muni þeir sem sækjast eftir ítarlegri greiningu,
einkum á einstökum bókmenntajöfrum, þurfa að leita á önnur mið, t.a.m. í
Íslenska bókmenntasögu.
Umfjöllun Þóru kristjánsdóttur um listir og handverk á 19. öld er stutt
og lýsandi. Það er eins með hana og þá Gunnar og Þóri, að hún skrifar um
svið sem hún er sérfróð um. Í stað þess að fara þá leið sem Þórir fer í sínum
hluta, að fanga tímabilið í heild sinni, leggur hún megináherslu á þá ein-
staklinga sem sköruðu fram úr. Það gerir hún með því að skrifa stutt
listfræðileg æviágrip tíu karlmanna og fjögurra kvenna, og þannig lýsir hún
öldina upp.
Í heild er bókin ríkulega myndskreytt enda úr talsvert miklu myndefni
að moða. Sumar myndanna munu lesendur sögubóka síðustu áratuga kann-
ast við en aðrar ekki. eitt vekur þó athygli í þessu sambandi, þ.e. að engin
skuli vera skráin um uppruna myndanna. Þá má nefna að í Gunnars hluta er
talsvert af skýringarmyndum sem flestar voru gerðar sérstaklega fyrir þessa
útgáfu. Þær auðvelda lesendum að átta sig á þróun sem annars hefði þurft
mörg orð til að koma til skila. Sem dæmi mætti nefna einkar góða mynd af
því hvar og hvenær helstu blöð komu út hérlendis 1847–1920 (bls. 173) og
fáeinar myndir af þróun flokkakerfisins á upphafsáratugum 20. aldar.
ritdómar 229
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:54 Page 229