Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.01.2014, Qupperneq 95

Jökull - 01.01.2014, Qupperneq 95
Umbrot tengd Bárðarbungu og Grímsvötnum á 19. öld. (1862–1873?) á undan umbrotunum í fyrra norðan við hann [Askja og Sveinagjá 1875]. Hver veit um þær eldgosastöðvar? Hver hefir skoðað Grímsvötn og hveri þá, sem þar vella alla tíð?“ Tímabært er orðið að endurskoða frásagnir um eldvirkni í Vatnajökli á 19. öld með tilliti til núver- andi þekkingar á eldstöðvakerfum Bárðarbungu og Grímsvatna (1. mynd) og reynslu af síðustu eldgos- um, í Gjálp 1996, Grímsvötnum 2011 sem og yfir- standandi eldgosi í Holuhrauni. Hefðbundin hlaup úr Grímsvötnum verða þegar vatnshæð nær þeirri "krí- tísku hæð"að vatn geti þrengt sér undir ísstíflu vatn- anna. Gos innan Grímsvatna bræðir bara fljótandi íshellu svo að vatnsborð hækkar ekki (Einarsson og Björnsson, 1990; Helgi Björnsson, 2009). Slík gos megna þvi ekki að framkalla stórhlaup eins og varð 1996. Til þess að svo megi gerast þarf að gjósa innan vatnaskila norðan Grímsvatna (4. mynd), bæta þannig vatnsmassa í vötnin og hækka vatnsborð. Slík gos urðu 1938 og 1996. Þegar vatnsborð rís hátt vegna þess að vatn flæð- ir inn í Grímsvötn frá gosstöðvum utan við íshell- una getur ísstíflan lyfst og vatn flætt svo hratt út að rennslið vex línulega. Það gerðist 1996 og lýsing á hlaupferlum 1838, 1861, 1867 og 1892 vekur grun um að þá hafi einnig borist vatn inn svo að ísstíflan flaut upp (Helgi Björnsson, munnlegar upplýsingar 2015). Ennfremur er erfitt að skýra stór jökulhlaup 1852 og 1903 nema með hækkuðu vatnsborði vegna eldgosa norðan vatnanna, eins og rakið er hér á eftir. Eldgos og Skeiðarárhlaup 1838, 1852, 1861, 1867 Árið 1838 kom Skeiðarárhlaup um Hvítasunnuna. Í Fjölni (5. árg 1839, bls. 8–9) segir; „...um sama leitið þóttust menn verða varir við öskufall á nokkrum bæ- um á Rángárvöllum, og að vísu var á hvítasunnukvöld og stöku sinnum þar eptir loptið harla líkt því, þá vik- ur og ösku mistur hefur fyllt það og eldur er uppi, og enda veðurreyndin leingi siðan,... Ætluðu menn að eldur mundi kominn upp í Öræfajökli, og drógu það til þess með fram, að Skeíðará, sem allt vorið hafði verið þurr, að kalla, ruddist um það bil fram aptur með miklu jökulflóði, og komst eptir það aptur í eðli sitt. En ekki eru, svo heyrst hafi, fleiri líkindi til þess, eldur hafi uppi verið sumar þetta.“ Sigurður Þórarinsson (1974) telur að gosið hafi í Grímsvötnum samhliða jökulhlaupinu 1838. Ítarlegri heimildir um þetta hlaup eru ekki þekktar en líklegt að það hafi tengst eldgosi innan vatnasviðs Gríms- vatna með svipuðu sniði og hlaupið 1996. Það að Björn Gunnlaugsson sá reykjarmekki inn af Kistu- felli sumarið 1838 bendir og til eldgoss undir jökli, þar suðuraf. Líklega var þetta stórt hlaup, það raskar reglubundinni hlauptíðni Grímsvatna (5–6 ár, Þjóðólf- ur, 26. júní, 1861) þar sem næsta hlaup kemur ekki fyrr en fjórtán árum síðar, 1852. Til þess að svo megi gerast þarf hlaupið að laska ísstíflu Grímsvatna þannig að rennslisleiðin haldist opin í nokkur ár áður en jök- ullinn grær og útfallið lokast aftur. Slíkt gerðist í kjöl- far Gjálpargossins (Gwenn Flowers og fl., 2004). Skeiðarárhlaupið 1852 var stórhlaup sem gekk mjög á sandana suðvestur af Svínafelli (S.Þ., 1974). Mjög takmarkaðar heimildir eru um þetta hlaup og ártalið 1851, sem það hefur haft til þessa, byggt á frétt í Þjóð- ólfi 26. júní 1861, þar sem segir um Skeiðará, „hefir hún nú eigi hlaupið um næstliðin 10 ár. “ Þorvaldur Thoroddsen telur líklegt að eldur hafi verið uppi einhvers staðar í Vatnajökli árið 1852 og byggir það á eftirfarandi ummælum í Norðra (1.– 2. tbl., janúar 1853, bls. 8); „Líka var þess getið, að Skjaldbreiðarjökull eða Trölladýngur, sem liggja í út- norður af tjeðum Vatnajökli og Kistufelli og syðst að kalla í Ódáðahrauni, hefði þyðnað venju framar, sem merki þess, að honum mundi vera farið að hitna undir hjartarótunum; eins og að þar í grend vart hefði orðið við jarðskjálfta, og höfðu merki þessi að undanförnu verið undanfari elz uppkomu. Jöklanám mun annars venju framar hafa verið næstliðið sumar.“ Frekari lýs- ingar á eldstöðvunum eru ekki tiltækilegar og erfitt er að átta sig hvar téðir jarðskjálftar hafa verið. Í kjarna Bárðarbungu er öskulag frá þessum tíma sem Sigurður Steinþórsson (1978) telur til Gríms- vatnakerfisins (the 1854? tephra is tentatively allotted to Grímsvötn). Efnasamsetning kvikunnar er mjög svipuð efnasamsetningu kvikunnar frá 1838 (S.S., 1978) sem og Gjálpargossins 1996 (Sigurður Stein- þórsson og fl., 2003). Aldur öskulagsins er áætlað- ur 1854 út frá ísþykktarjöfnu milli þekktra öskulaga í kjarnanum. Sé gert ráð fyrir óvissu vegna árlegra sveiflna í afkomu jökulsins er líklegt að öskulagið JÖKULL No. 64, 2014 95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.