Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.01.2014, Qupperneq 99

Jökull - 01.01.2014, Qupperneq 99
Umbrot tengd Bárðarbungu og Grímsvötnum á 19. öld. Mið á gosið, frá Nesi í Höfðahverfi, 12 gráður austan við rétt suður, frá Reykjahlíð yfir Sellandafjall austan- vert og frá Möðrudal örskammt innan við Herðubreið, skerast norðan Grímsvatna og benda til þess að gosið hafi þar einnig. Mikið Skeiðarárhlaup, sem tók yfir allan sand, fylgdi gosinu. Hlaupið hófst um sama leyti og eld- gosið, og virðist hafa vaxið hratt, svipað og hlaupið 1861. Bræðsluvatn tengt gosi sunnan Grímsvatna, getur hafa bætt í hefðbundið Grímsvatnahlaup, en til að fyrsti fasi hlaupsins verði mikill að rúmmáli þarf vatnið að hafa safnast fyrir í jöklinum um einhvern tíma (þrjár vikur, 1996). Sú staðreynd að mikið og snöggt vatnsflóð kom úr jöklinum og sem tók yfir all- an sand með miklum jakaburði, fór að sjatna á þriðja degi en var ekki þorrið fyrr en á þrettánda degi (S.Þ., 1974) bendir sterklega til þess að aukavatnsmagn hafi safnast fyrir í Grímsvötnum og að gosið hafi einnig innan vatnasviðsins norðan vatnanna (4. mynd). Tröllagígar– Bárðarbunga? 1868. Fréttir af þessu eldgosi eru óljósar. S.Þ. (1972, 1974) getur þess ekki. Stuttaralegar fréttir í dagblöð- um þessa tíma benda til þess að gosið hafi aftur í Tröllagígum og/eða á Dyngjuhálsi. Áfall á málma í hirslum bendir til þess að töluvert gasstreymi hafi ver- ið af gosinu, þ.e. að gosið hafi undir beru lofti. Norðanfari 7. árg., 17.–18. tbl., 18. júlí,1868, bls. 35. „Enn þá halda menn, að eldur sje uppi, einhversstað- ar í Vatnajökli, og hafa það meðal annars til marks, að skyggður málmur, verði svartur, enda þótt hann sje í umbúðum eða niður í hyrzlum. “ Baldur 1. árg., 14. tbl., 24. sept., 1868, bls. 56. „Jarðeldurinn kvað vera uppi í sama stað og áður er frá skýrt, nefnil. í vestanverðum Vatnajökli; og hafa menn nýlega í Rangárvallasýslu orðið varir við öskufall.“ Dyngjuháls? 1872 Sigurður Þórarinsson (1974) telur að eftirfarandi frétt geti bent til þess að gosið hafi á Dyngjuhálsi frekar en í Vatnajökli. Frásagnir af roða á lofti benda einnig til þess að gosið hafi utan jökuls. Norðanfari 11. árg., 9–10 tbl., 7. mars 1872, bls. 20. „ 4. f. m. (febrúar) um kvöldið kl. 6, sást hjer í Akur- eyri, og að sögn víða um norðurland, óvenjulega mikill roði á landsuðurloptinu, er náði sem skýja- eða þokubakki ofan að fjöllum; nokkrir hjeldu, að þetta skin væri af eldsuppkomu, aðrir að það boðaði stilling og góða veðuráttu, sem lengi hjelzt við eptir þetta; þá kl. var 10 fór hjer að draga af roða þess- um, en sumstaðar er sagt að hann hafl sjeðst langt fram í nóttu. Nóttina milli hins 23. eða 24. jan. næstl., hafði af sumum sjeðst hjerum kl. 3–4 mikil birta, svo næstum varð albjart fáein augnablik.“ Grímsvötn, eldgos og Skeiðarárhlaup 1873 Í Þjóðólfi 25. árg., 12–13 tbl., 21. jan. er eftirfarandi frétt: „ELDR UPPI. Að morgni fimmtudags 9. þ. mán. milli kl. 3 og 4 sást héðan úr Reykjavík, og eins víðs- vegar austanfjalls, eftir því sem síðar spurðist, mikill eldr koma upp, héðan að sjá í austri lítið hallanda til norðrs eftir hádegisátt, héðan að sjá úr miðri Reykja- vík (Grjótaþorpinu) bar eldinn norðanhalt við bæinn á Lágafelli... jökulfýla var mjög megn yfir allt einnig hér í Reykjavík, fram eftir deginum 10. Landeyingar sögðu að svo hefði einnig verið þar eystra fyrsta dag- inn gossins, en hér urðu menn þess eigi varir þann dag, en þar á móti fanst sumum hér að loftið væri mjög þungt og strembið fyrri daginn, einkum frá kl. 3– 5 e. m., með allmiklum brennisteins- og púðr-eim, lík- ast og úr byssu sem nýbúið er að hleypa skoti úr.“ Í Þjóðólfi 25. árg., 12–13 tbl., 26. feb. eru nánari lýsingar á gosinu. Þar kemur m.a. fram að ösku- falls og móðu varð víða vart, meira og minna, 10. og 11. janúar um Síðubyggðina, svo, að ferilrækt varð eftir fénað á auðri jörð. Öskufalls gætti einnig á Húsa- vík 9. og 10. janúar, og að fannir hafi orðið dökkar víða fyrir norðan Vaðlaheiði. Þann 13. janúar gætti öskufalls á Akureyri. Þjóðólfur 25. árg., 24.–25. tbl., 22. apríl 1873, bls. 93–94. Kafli úr bréfi frá síra Þorvaldi Ásgeirs- syni á Hofteigi dags. 26. jan. „þegar komið var út um morguninn 11. þ. mán., sást ekki á dökkan díl fyrir öskufalli, og í Möðrudal á Fjöllum fór eigi að birta í húsum fyrr en sólin var komin upp. Öskufall þetta nær um allt Austurland, en mest á fjöllum uppi. Í Möðrudal mun aska hafa verið fingrs þykk, og einnig á fjöllunum.. Ekki vita menn neitt hér hvaðan þessi ófögnuðr stafar, þó að helzt sé grunr um Vatnajökul þareð eldroði sást mikill í þeirri átt að kvöldi hins 11., og það svo, að miklu meir lýsti af honum en tunglinu, er þó var í fyllingu.“ JÖKULL No. 64, 2014 99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.