Jökull


Jökull - 01.01.2014, Síða 108

Jökull - 01.01.2014, Síða 108
Hjörleifur Guttormsson Inngangur Á fyrstu uppdráttum sem birtust af Íslandi fyrir alda- mótin 1600 og gefa nokkurn veginn mynd af lögun landsins er Vatnajökul eða ígildi hans ekki að finna þótt aðrir helstu jöklar landsins séu þar sýnilegir og nafngreindir. Ástæðan er líklega ókunnugleiki manna eins og Guðbrands Þorlákssonar Hólabiskups á þess- um landshluta sem lá fjarri biskupsdæminu. Á upp- drætti hans frá 1590 er landið suðaustanvert af þess- um sökum harla kviðdregið (1. mynd). Annað blasti við því fólki sem næst bjó jöklunum í Skaftafellssýsl- um og hafði öldum saman og fram yfir miðja 16. öld samneyti við Norðlendinga sem ferðuðust þvert yfir Vatnajökul til verstöðva sunnan hans. Hafa þeir vafa- lítið þekkt til Grímsfjalls og Grímsvatnalægðarinnar með jarðhita og eldsumbrotum. Eins og rakið er í greininni fóru Skaftfellingar, Fjalla-Eyvindur og fleiri nærri um hvar Grímsvötn væri að finna í jöklinum. Með kólnandi veðráttu frá og með 13. öld tóku skrið- jöklar að ganga fram og samfara því færðust jökul- hlaup tengd Grímsvatnagosum í aukana og beindust í auknum mæli til austurs í Skeiðará. Á síðustu 5–6 ár- um hefur Skeiðará fært sig vestur í Gýgjukvísl og með því má heita að hin forna Lómagnúpsá sé endurbor- in vestan við miðjan Skeiðarársand. Nafn Grímsvatna tengt eldsumbrotum er fyrst þekkt úr heimildum frá því um 1600 en kemur síðan ítrekað fyrir í annálum og frásögnum á 17. öld, árið 1684 tengt nafngiftinni Grímsvatnajökull. Líklegt er að þar komi fram und- irrótin að nafninu Vatnajökull, sem fram eftir 19. öld keppti við heitið Klofajökull; þá nafngift hafa sumir talið dregna af Klofa í Kverkfjöllum, þ.e. kverkarinn- ar sem blasir við í fjarska af alfaraleið milli Norður- og Austurlands. Á 20. öld varð heitið Vatnajökull of- an á sem nafn á þessum stærsta jökli landsins. Hér eru rakin ýmis dæmi eftir ritum og landabréfum um þessa þróun í nafngiftum. Rifjuð er upp leit manna á 18. og 19. öld að stystu ferðaleið milli Austurlands og Suðurlands fram með Vatnajökli norðanverðum yfir á Sprengisandsveg. Minningar um þeysireið Árna Oddssonar árið 1618 milli landshluta ýttu undir slíkar tilraunir og frásögn Hrafnkels sögu Freysgoða um ferðir Sáms til Alþing- is kunna að hafa örvað til dáða, en á móti vann ótti manna við útilegumenn í óbyggðum. Þar kom und- ir lok 18. aldar að stjórnvöld lögðu fram fjárhæð til leitar að leið meðfram Vatnajökli að norðan. Varð það til þess að ungur Austfirðingur, Pétur Brynjólfs- son, fór tvívegis frá Brú á Jökuldal vestur með jöklin- um og að Kiðagili, í seinna sinnið með Guttormi Þor- steinssyni, síðar presti á Hofi í Vopnafirði. Guttormur greindi Páli Þórðarsyni Melsteð sýslumanni Norðmýl- inga bréflega frá ferðinni árið 1832, en þá var Fjall- vegafélagið nýlega stofnað. Hvatti félagið til frekari leitar að Vatnajökulsvegi, eins og farið var að kalla þessa leið. Við því brugðust tveir Jökuldælingar, Pét- ur Pétursson bóndi á Hákonarstöðum og Jón Ingi- mundarson bóndi í Klausturseli. Héldu þeir síðsumars 1833 vestur um Grágæsadal og Krepputungu, lentu í vondu hrauni vestan Jökulsár á Fjöllum, en komust yf- ir Dyngjuháls og þangað sem sást til Skjálfandafljóts; Jökuldælingadrag sem þeir fundu er við þá kennt. Um haustið 1833 afhenti Pétur sýslumanni lýsingu og uppdrátt af ferðaleið þeirra og inn á hann er jafnframt dregin slóð Péturs Brynjólfssonar og Guttorms vestur um Flæður 1797. Uppdráttur þessi, sem birtur er hér, teiknaður eftir frumriti, verður að teljast merk heim- ild. Af honum verður ekki ráðið að Holuhraun væri til staðar sumarið 1797 eða hafi komið upp í eldgosi veturinn á undan, eins og menn hafa getið sér til um. Síðar er vikið að uppdrætti Björns Gunnlaugsson- ar mælingameistara og ferð hans og Sigurðar Gunn- arssonar, síðar prófasts á Hallormsstað um Vonarskarð og Vatnajökulsveg sumarið 1839, en þá fóru þeir aust- ur um Flæður á upptakasvæði Jökulsár á Fjöllum og yfir hraun það sem Þorvaldur Thoroddsen gaf árið 1884 nafnið Holuhraun. Lýsing Sigurðar á hrauninu og ferð hans með danska landfræðingnum Schythe ári síðar hefur heimildargildi, m.a. í ljósi yfirstandandi eldsumbrota. Í seinna skiptið lentu þeir í norðaná- hlaupi í júlíbyrjun og stráin í Hvannalindum björguðu hestum og leiðangri frá að verða úti. Fregnir af þess- um aðstæðum áttu þátt í að loka á frekari ferðir um Vatnajökulsveg í fjóra áratugi eða uns „landaleitar- menn“ úr Þingeyjarsýslu komu á þessar slóðir sumar- ið 1880 og Þorvaldur Thoroddsen fjórum árum síðar. Að lokum er stiklað á samgöngubótum og rann- sóknum nálægt upptökum jökulánna norðan Vatna- jökuls og m.a. birt kort af því Holuhrauni sem nú er horfið undir nýtt hraun frá sömu gosstöðvum. 108 JÖKULL No. 64, 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.