Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.01.2014, Qupperneq 110

Jökull - 01.01.2014, Qupperneq 110
Hjörleifur Guttormsson Þorsteinn Magnússon klausturhaldari segir í rit- gerð sinni Relatio um Kötlugos og hlaup 1625, að svipað gerist í Grímsvötnum, norðan Glómagnúps- sands hjá Skeiðarárjökli, að „nær sagður Skeiðarár- jökull hleypur með eldi, ísi og vatni ... hvað og títt sker, þá skal fyrst eldurinn uppspretta mitt úr greind- um Grímsvötnum og þar upp úr loga og tundra, svo sem annað bál af brenniholtum eður þurrum viði.“ (Þorsteinn Magnússon, 1907–1915, s. 205–206.) Þeir sem hafa orðið vitni að Grímsvatnagosum, kannast ef- laust vel við þessa lýsingu. Það sem eðlilega vakti undrun fyrri tíðar manna var hið kynlega samspil elds og vatns, sem þar birtist (2. mynd). 2. mynd. Frá Grímsvatnagosi 1998. – Eruption in Grímsvötn 1998. Ljósm./Photo Oddur Sigurðsson. Á 17. öld skrifaði sá virti danski fræðimaður Peter Hansen Resen (d. 1688) ritverkið mikla Atlas Danicus. Sjöunda bindi þess, samið 1684–1687, er helgað Íslandi og var gefið út af Sögufélaginu í ís- lenskri þýðingu Jakobs Benediktssonar 1991. Þar seg- ir m.a. á s. 112: „Árið 1684 hófst eldgos í Grímsvatna- jökli, sem annars er þakinn eilífum snjó, og það með þvílíkum ofsa og magni að eldurinn sást víðsvegar um land. Gosið stóð svo lengi að ennþá í miðjum janúar árið 1685 mátti sjá það. Á undan eldgosinu fór gífur- legt vatnsflóð úr þessu sama fjalli í fljótið Jökulsá [á Fjöllum] og bar með sér þvílíka jaka úr jöklinum að þá mátti telja á við meðalfjöll. Þessa jaka skildi flóðið sumpart eftir á jöðrum sínum, en það var fimm mílur á breidd og sextán á lengd ...Tvö hundruð fjár fórust í þessu hlaupi og fjórtán hestar. Enn fremur fórust fjórir bátar og tvær ferjur.“ Ljóst er að Resen hefur haft aðgang að ýmsum ís- lenskum heimildum. Fitjaannáll (s. 271) getur þessa sama eldgoss við árið 1685 með svofelldum orðum: „Um veturinn var eldur uppi í austurjöklum, eður Grímsvötnum. Kom mikið jökulhlaup í Skeiðará og Jökulsá í Axarfirði. Týndist í því einn maður og undir 200 fjár frá Skinnastöðum.“ Í Íslandslýsingu Þorláks Markússonar lögréttu- manns (um 1682–1736) og lengst af bjó á Sjávarborg í Skagafirði, talinn „lögvitur, fróðleiksmaður og hepp- inn læknir“ (Ísl. æviskrár V, s. 164), segir m.a. þar sem fjallað er um Skeiðarárjökul og hlaup úr hon- um (Blanda 5, 1932 s. 24): „Í sama jökli eður ísbjargi sjá menn stundum eld upp koma, 6–7 eður 8 aðskilda eldsloga, líka sem úr Heklufjalli, og vita menn ekki, hvað þar kann vera til að brenna, annað en ís og vatn. Ekki mjög langt, sem vera kann 6 eður 7 míl- ur, frá þessum jökli, upp betur og sunnar á landinu, eru vötn, sem Grímsvötn heita. Upp úr þeim vötnum hafa menn séð í einu 15 aðgreinda loga brenna; hver orsök nú kann vera til svoddan, vita menn ekki af að segja, nema megi það orsakast af ofmiklum brenni- steini djúpt í jörðunni, því þá menn ríða hjá þess- um jöklum, er þar svo sterk brennisteinslykt, sem hún kann nokkurntíma að verða.“ Enn er að geta ummæla Eggerts og Bjarna í Ferðabók frá 1772 (Þjóðhátíðarútgáfa 1974, s. 103– 104). Í frásögn þeirra af Skeiðarárjökli kemur fram að hann hafi fyrst orðið til á 14. öld. Í þeirra tíð töldu menn hann aðgreindan frá Klofajökli. En um Gríms- vötn hafa þeir þessa athyglisverðu lýsingu: „Gríms- vötn heita stöðuvötn uppi á hálendinu í norðvestur frá Skeiðarárjökli. Þau standa í sambandi við hann, þannig að þegar hann gýs eldi, þá brennur einnig í Grímsvötnum. Spúa þau ösku og eldi, og stend- ur eldstólpinn upp úr vatninu. Slokknar hann ekki af því, heldur virðist hann brenna miklu greiðlegar en án vatns.“ Ekki verður gengið fram hjá Fjalla-Eyvindi (1714– um 1780). Fáir ef nokkur hefur skilið eftir sig spor jafn víða í óbyggðum Íslands, þar á meðal norðan Vatnajökuls, en ýmsir eigna honum og Höllu bæjar- stæðið í Hvannalindum. Ekki fór Eyvindur í grafgöt- ur um hvar Grímsvötn væri að finna í jöklinum suður af. Í skýrslu Einars Brynjólfssonar (Þjóðskjalasafn. 110 JÖKULL No. 64, 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.