Jökull


Jökull - 01.01.2014, Page 134

Jökull - 01.01.2014, Page 134
Kristján Sæmundsson skrifari (editorial writer) við New York Herald. Nam læknisfræði í Bandaríkjunum, Bonn, Göttingen, París og Edinborg. Stundaði lækningar. Meðlimur í ýms- um læknafélögum og varaforseti eins þeirra. Skrifaði greinar í læknisfræðirit. Hlaut orðu Konunglega ít- alska sálarfræðifélagsins (1913). Og loks segir Who’s Who in New England 1915, að heimili hans sé „Mos- fell“ Westboro, Massachusetts. Eitthvað hefur tengt hann við Mosfell í Grímsnesi eða Mosfellssveit, en hvað það var veit nú enginn. Hjá American Geographical Society fengust eng- ar upplýsingar um Íslandsferðir Lee Howards. Grun- ur minn er að hann hafi samt verið hér á þess vegum. Líklega hefur hann einnig aflað sér fjár til að rann- saka afdrif Jeannette-leiðangursins 1879. Til þess vís- ar í frásögninni klausa um að hann hafi lagt af stað til Grænlands, en hitt sjómenn sem fengu hann til að snúa frá, enda myndi hafís hindra slíka för. Hann segist þó hafa siglt á sterku skipi sínu lengra norð- ur er nokkru sinni fyrr. Til frekari réttlætingar kem- ur svo lýsing á afleiðingum harðindanna veturinn áð- ur á Íslandi. Nokkrir leiðangrar voru gerðir út til að leita skipsins, og kostaði ekkja Franklins, leiðangurs- stjóra þá suma. Lee Howard kann að hafa fengið fé úr þeim sjóði til Íslandsferðar. Hann gat þá vís- að til fyrri kynna sinna af Íslandi og Norðuríshafinu sér til stuðnings. Óvíst er hvað rak Lee Howard til Íslands. Var hann stráklingur (messagutti) í fyrstu för Ameríkumanna á Íslandsmið til lúðuveiða 1873? Þeir komu ekki aftur fyrr en 1883 segja heimildir (Ólafur Davíðsson 1886, Lúðvík Kristjánsson 1939, Ragnheiður Mósesdóttir 1987). Komu þeir kannski fyrr, eða skyldu þeir hafa komið hingað til hvalveiða í millitíðinni? Allsérstök fréttamennska varð til í New York um 1880, þegar tekið var upp á búa til fréttir, meira og minna upplognar, til að örva söluna. Ritstjóri N.Y. Tri- bune var þar ekki undanskilinn. Orðið „sensational“ er haft um fréttamennsku þess blaðs (Wikipedia). Frá- sögn Lee Howards kann að vera sprottin af þessum rótum. Spjall hans við John Coles og félaga hér heima sýnir að hann var gortari, en klifur með hjálp flugdreka nefndi hann ekki. Ætli sú della hafi ekki orðið til ytra? Tvær þýðingar hafa birst á frásögn Lee Howards. Önnur kom í Fróða 3. árg. 25. júní 1882 (þýdd úr Gamla och Nya Hemlandet, sænsku blaði sem gefið var út í Chicago), hin í Eimreiðinni 1947, 53. árg., 2. h., bls. 123–125. William Lee Howard in Iceland William Lee Howard, a 21 year old American trav- elled in Iceland in the summers of 1880 and 1881. Back home an account appeared in the N.Y. Tribune. It puzzled many due to exaggerations and in par- ticular an absurd description of his climbing of Mt. Herðubreið. English travellers reported meeting him at their lodgings in Reykjavík and wondered about the graphic descriptions of his hairbreadth escapes on tremendous journeys. They regretted that he did not favour them with the account of his ascent of Herðubreið. This they read in a the Weekly Detroit Free Press a month after it appeared in the N.Y. Tri- bune. Even though Howard was obviously a braggart he may have been influenced or his account „edited“ by a new kind of journalism coming up in N.Y. around 1880. This was one of inventing sensational news and reports that would sell. Herðubreið is easy to climb and Howard’s descrip- tion of its structure is true. The adventurous method of climbing may have been put together to give the account a taste of excitement. HEIMILDIR Coles, John 1882. Summer Travelling in Iceland, bls. 8–9. Íslensk þýðing: „Íslandsferð John Coles“, án ártals. Helland, Amund 1883. Om Island. Nyt Tidsskrift 2. ár., bls. 257–259. Ísland. Fróði 1882. 3. árg., 77. tbl., dálkur 201–203, Akur- eyri 25. júní. Lúðvík Kristjánsson 1939. Þáttur úr sögu fiskveiðanna við Ísland. Ægir 32. ár, bls. 239–246. Ólafur Davíðsson 1886. Þilskipaveiðar við Ísland. Andvari 12. ár, bls. 48. Ólafur Jónsson 1945. Ódáðahraun 1. bindi, bls. 280–281. Ragnheiður Mósesdóttir 1987. Gloucestermenn í lúðuleit. Ný saga 1. ár, bls. 13-25. Stefán Einarsson (þýddi) 1947. Lýgileg ferðasaga frá Ís- landi. Eimreiðin 53. ár, 2. h., bls. 123–125. Wikipedia: New York Tribune History. 134 JÖKULL No. 64, 2014
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.