Jökull


Jökull - 01.01.2014, Page 138

Jökull - 01.01.2014, Page 138
Halldór Ólafsson grilla í skála Gunnars Högnasonar er var aðeins um 500 metrum norðan tjaldsins! Eftir tedrykkju og nest- issmurning var tjaldið tekið niður og haldið af stað kl. 10:00 í hríðarmuggu og 2◦ frosti. Skyggni var minna en 500 metrar og var kompásstefna tekin austan við Fremri-Skúta. Þegar að rótum hans kom, eftir um eins og hálfstíma göngu í þungu og blautu færi, áð- um við stutta stund og átum súkkulaði og rúsínur til að auka eilítið blóðsykurinn. Þarna við Fremri-Skúta sást lítið móta fyrir Jökulfallinu en er við álitum okk- ur komna yfir það, héldum við áleiðis upp með því og tókum stefnu vestan Mosfells. Við töldum okkur vera komna vel norður fyrir Mosfell kl. 14:00. Þá var áð til tedrykkju, því komin var úðaþoka og skyggni orðið afar slæmt. Reyndar virtist allt umhverfið vera einn ljósgrár hrærigrautur. Við tókum nú stefnu sem við héldum vera til skálans í Kerlingarfjöllum en höfð- um ekki verið komnir nógu langt, því brátt var fjall framundan á hægri hönd, sem ekki gat verið annað en Skeljafell. Tókum því stefnu til norðausturs og kom- um að á sem vel gat verið kvíslin sem fellur í Jökul- fallið neðan við brúna. Fylgdum nú ætluðu Jökulfalli en sáum ekki brúna og misstum af skarðinu þar sem við töldum að Árskarðsáin ætti að koma niður. Héld- um drjúgan tíma áfram meðfram hrygg sem lá frá suð- vestri til norðausturs en fórum síðan austur yfir hrygg- inn norðan við gil, sem við héldum vera vestari kvísl Jökulfallsins, og þaðan niður í lægð austan hryggjar- ins. Þarna tjölduðum við kl. 19:30 og hugðum okkur vera tæpa fjóra kílómetra norðan Kerlingarfjallaskála en ómögulegt var að kanna það, því skyggni var harla lítið. Ekki var þó hörkum fyrir að fara því hiti var +2◦ í þokusúldinni. Var nú sest að matseld og snæðingi og að máltíð lokinni var spjallað yfir tedrykkju í tvo tíma áður en við lögðumst til hvílu. Það var suðaustan strekkingur, slydduhríð og þoka og hiti +2◦ þegar lagt var upp frá tjaldstað kl. 10:00 á fimmtudeginum en skyggni afar lítið. Tókum stefnu 100◦ misvísandi og gengum í 40 mínútur en síðan var tekin stefna sem við töldum vera austan Blágnípu á hábungu Hofsjökuls. Veður versnaði nú heldur og færið þyngdist að sama skapi í krapakenndum snjón- um. Allir vorum við regngallaðir en urðum þó hund- blautir utan sem innan, að innan sennilega mest af svita. Við vissum að sléttlendi átti að vera sunnan Blágnípu, en nú varð landslag allt torkennilegt og mis- hæðótt. Þegar farið var fram hjá nokkrum vegstikum, veltum við því fyrir okkur hvort við værum komnir á slóðina norðan Kerlingarfjalla. Eftir um 25 mínútna göngu komum við á hrygg og var gljúfur á vinstri hönd. Þarna sáum við glitta í nokkrar vegstikur sem lágu að norðurenda gljúfursins, og við athugun kom í ljós, að þetta var Jökulfallið og brúin yfir það var við gljúfurendann! Þarna kom sem sagt í ljós, að við höfðum heldur betur ofáætlað vegalengd gærdagsins í þokunni og skyggnisleysinu. Síðasti tjaldstaður okk- ar hafði því verið einhversstaðar á milli Skeljafells og Jökulfalls. Nú hafði veður enn versnað, komið suð- austan hvassviðri með slydduhríðinni og nær ekkert skyggni. Eftir stutta ráðstefnu þarna við Jökulfallið, var ákveðið að leita skálans í Kerlingarfjöllum, enda allir gegndrepa. Fyrst fylgdum við vegstikunum, en brátt kom í ljós að stefna þeirra var mjög krókótt, svo við ákváðum að taka beina stefnu til skálans þaðan sem við vorum. Þarna var landið mjög mishæðótt, og á einum stað klöngruðumst við yfir djúpt gil. Héld- um stöðugt sömu stefnu og að lokum komum við að Árskarðsá gegnt skálanum, kúrsinn frá brúnni var því hárréttur. Við sáum grilla í húsið öðru hvoru á með- an leitað var að snjóbrú yfir kolmórauða og illilega ána. Fljótlega fundum við nógu trausta snjóbrú sem við gátum fikrað okkur yfir og í skálann komumst við kl. 15:30, holdvotir og hálf kaldir því komið var 2◦ frost. Aðkoman í skála Ferðafélagsins var heldur slæm, hurðir illa farnar og féllu illa að stöfum enda karmur á ystu hurð ónýtur svo snjór og ís var á gólfum. Úr læstu húsvarðarherbergi lak bleyta inn á stofugólf svo það urðum við að kanna. Stungum við því herbergið upp og kom þá í ljós, að skafið hafði inn um glugga sem við þéttum. Þrifum við síðan herbergið eftir föng- um. Sóðalegt var í eldhúsi, skítug matarílát og bilaðir subbulegir prímusar, en ekki höfðum við tök á að lag- færa þá. Gott var samt að komast í þetta húsaskjól, því það sem eftir lifði dags fór í að þurrka blautar spjar- ir og annan blautan búnað. Meðan á því brambolti stóð var tekið hraustlega til matar síns. Með kvöld- inu herti heldur veðrið og gerði mikið renningskóf því frost hafði aukist töluvert. 138 JÖKULL No. 64, 2014
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.