Jökull


Jökull - 01.01.2014, Page 149

Jökull - 01.01.2014, Page 149
Jöklarannsóknafélag Íslands Nýjungar á Vatnajökli, Í vorferðinni vann Bergur H. Bergsson á Veðurstofu Íslands að því að setja upp fast- an jarðskjálftamæli á Húsbóndanum austan Pálsfjalls. – Installment of a new permanent seismic station at Húsbóndinn, east of Pálsfjall. Ljósmynd/Photo. Magnús T. Guðmundsson. Vorfundur 30. apríl. Guðfinna Aðalgeirsdóttir sagði frá mælingum á Fletcher Promontory á Suð- urskautslandinu og Oddur Sigurðsson sýndi myndir af íslenskum smájöklum á hverfanda hveli. Fundinn sóttu um 45 manns. Haustfundur 22. október. Á fundinum var kynnt bók sem út kom á árinu, mikið rit með tugum höfunda: Náttúruvá á Íslandi. Freysteinn Sigurðsson sagði frá vá af völdum eldgosa á Íslandi og Bjarni Bessason frá vá vegna jarðskjálfta. Eftir hlé sýndi Magnús Tumi myndir af eldstöðvum og eldgosum í jöklum á Íslandi. Á fundinn mættu 80 manns. ÚTGÁFA JÖKULS Jökull 62 kom út í ársbyrjun, mikið hefti helgað minn- ingu Sigurðar Þórarinssonar í tilefni af því að 2012 voru 100 ár liðin frá fæðingu hans. Þessa heftis er get- ið í ársskýrslu síðasta árs. Jökull 63 kom út í árslok. Heftið er verulegt að vöxtum, 152 bls., þar af 40 bls. af innlendu efni auk sjö ritrýndra vísindagreina. Jök- ull fer heldur stækkandi og áhugi á að birta í honum fer vaxandi. Fjárhagur útgáfunnar er ekki eins traust- ur, því styrkir frá ráðuneytum fara mjög minnkandi og fékkst aðeins styrkur upp á 150 þús. frá menntamála- ráðuneyti en enginn frá umhverfisráðuneytinu. Róður- inn við útgáfuna þyngist því, þar sem þessi styrkur dugar aðeins fyrir um tíunda hluta útgáfukostnaðarins. Aðalritstjóri Jökuls er sem fyrr Bryndís Brandsdóttir og á hún ásamt samritstjórum sínum, sem taldir voru upp hér framar í skýrslunni, miklar þakkir skyldar fyr- ir óeigingjarnt starf. FRÉTTABRÉF OG VEFSÍÐA Eins og undanfarin ár komu þrjú fréttabréf á árinu á hefðbundnum tímum undir öruggri ritstjórn Hálfdáns Ágústssonar. Hann sá einnig um vefsíðuna ásamt Jó- hönnu Katrínu Þórhallsdóttur. JÖKULL No. 64, 2014 149
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.