Jökull - 01.01.2014, Page 149
Jöklarannsóknafélag Íslands
Nýjungar á Vatnajökli, Í vorferðinni vann Bergur H. Bergsson á Veðurstofu Íslands að því að setja upp fast-
an jarðskjálftamæli á Húsbóndanum austan Pálsfjalls. – Installment of a new permanent seismic station at
Húsbóndinn, east of Pálsfjall. Ljósmynd/Photo. Magnús T. Guðmundsson.
Vorfundur 30. apríl. Guðfinna Aðalgeirsdóttir
sagði frá mælingum á Fletcher Promontory á Suð-
urskautslandinu og Oddur Sigurðsson sýndi myndir
af íslenskum smájöklum á hverfanda hveli. Fundinn
sóttu um 45 manns.
Haustfundur 22. október. Á fundinum var kynnt
bók sem út kom á árinu, mikið rit með tugum höfunda:
Náttúruvá á Íslandi. Freysteinn Sigurðsson sagði frá
vá af völdum eldgosa á Íslandi og Bjarni Bessason frá
vá vegna jarðskjálfta. Eftir hlé sýndi Magnús Tumi
myndir af eldstöðvum og eldgosum í jöklum á Íslandi.
Á fundinn mættu 80 manns.
ÚTGÁFA JÖKULS
Jökull 62 kom út í ársbyrjun, mikið hefti helgað minn-
ingu Sigurðar Þórarinssonar í tilefni af því að 2012
voru 100 ár liðin frá fæðingu hans. Þessa heftis er get-
ið í ársskýrslu síðasta árs. Jökull 63 kom út í árslok.
Heftið er verulegt að vöxtum, 152 bls., þar af 40 bls.
af innlendu efni auk sjö ritrýndra vísindagreina. Jök-
ull fer heldur stækkandi og áhugi á að birta í honum
fer vaxandi. Fjárhagur útgáfunnar er ekki eins traust-
ur, því styrkir frá ráðuneytum fara mjög minnkandi og
fékkst aðeins styrkur upp á 150 þús. frá menntamála-
ráðuneyti en enginn frá umhverfisráðuneytinu. Róður-
inn við útgáfuna þyngist því, þar sem þessi styrkur
dugar aðeins fyrir um tíunda hluta útgáfukostnaðarins.
Aðalritstjóri Jökuls er sem fyrr Bryndís Brandsdóttir
og á hún ásamt samritstjórum sínum, sem taldir voru
upp hér framar í skýrslunni, miklar þakkir skyldar fyr-
ir óeigingjarnt starf.
FRÉTTABRÉF OG VEFSÍÐA
Eins og undanfarin ár komu þrjú fréttabréf á árinu á
hefðbundnum tímum undir öruggri ritstjórn Hálfdáns
Ágústssonar. Hann sá einnig um vefsíðuna ásamt Jó-
hönnu Katrínu Þórhallsdóttur.
JÖKULL No. 64, 2014 149