Breiðfirðingur - 01.05.2018, Page 12
BREIÐFIRÐINGUR12
Þeir frændur hafa reyndar ekki farið varhluta af endurskoðuninni á sögunni.
Ritnefnd á vegum Alþingis samþykkti að Snorri væri höfundur Egils sögu þegar
ákveðið var að hún skyldi tekin með í heildarsafn verka hans. Meginhvatamaður
þeirrar samþykktar var þáverandi forseti Alþingis, Halldór Blöndal, og er þetta
eina dæmi sem mér er kunnugt um þess efnis að þjóðþing hafi tekið sér úrslita
vald í höfundargreiningu. Um Sturlu er hins vegar alkunna að Einar Kárason
skáld og margir fleiri hafa hengt á hann lárviðarkransinn sem á stendur Höfundur
Njálu, auk allra annarra sagna sem honum hafa verið eignaðar (t.d. Grettlu).
Allt kann þetta að vera laukrétt, en það er þá líka dæmi um það sem líka gerðist
en enginn mundi. Hér verður ekki einu sinni bætt bunu í þann bullarsmellinn
læk þar sem menn þvo höfunda Íslandingasagna eins og aðra gullmola úr sand
inum. Hins vegar langar mig að reyna að átta mig sem gleggst á þeirri mynd sem
mér sýnist Sturla Þórðarson bregða upp af föðurbróður sínum Snorra Sturlusyni.
Og þá kann oftar en ekki að verða spurt: Hvers vegna var sagt svona grannt frá
þessu en þagað yfir hinu? Og ekki síður: Hvers vegna var þetta orðað svona, hvað
bjó þar að baki?
Árin í Odda
Snorri Sturluson ólst upp í Odda á Rangárvöllum eftir að Jón Loftsson Odda
höfðingi hafði sett niður deilur þeirra HvammSturlu og Páls Sölvasonar í
Reykholti. Frá þeim deilum segir í Sturlu sögu í Sturlungu og er ekki talið að
Sturla Þórðarson hafi lagt hönd að þeirri sögu afa síns.
Um uppvaxtarárin segir Sturla ekkert enda hvort tveggja í senn að Oddi var
fjarri Breiðafjarðar og Borgarfjarðardölum og Sturla ekki fæddur meðan Snorri
átti heimili í Odda. Síðari alda menn hafa haft mikinn vilja til að láta Jón Lofts
son reka skóla í Odda með miklum lærdómi og skörungskap. Það styðst einkum
við frásögn Þorláks sögu biskups af öllu því námi sem hann stundaði hjá Eyjólfi
Sæmundssyni í Odda löngu áður en Snorri kom þangað. Það var einnig fyrir
daga Snorra sem annað biskupsefni, Páll Jónsson (sonur Jóns Loftssonar og frillu
hans Ragnheiðar systur Þorláks biskups) óx úr grasi í Odda og nam af spekingum
staðarins en sat áreiðanlega ekki í skipulögðum skóla. Um nám Snorra er ekki orð
í þeim tveim klausum Íslendinga sögu sem minnast á Oddaárin. Þar er fyrst þetta:
Þá [þegar HvammSturla andaðist] var lokit deilum þeira Páls prests í Reykjaholti.
Hafði Jón Loftsson sætta þá ok boðit til fóstrs Snorra, syni Sturlu. Hann var þá