Breiðfirðingur - 01.05.2018, Page 23

Breiðfirðingur - 01.05.2018, Page 23
BREIÐFIRÐINGUR 23 þá í Reykjaholti ok lagði mikinn hug á at láta rita sögubækr eftir bókum þeim, er Snorri setti saman. (Sturlunga I 1946, 342). Það geta að vísu ekki talist mikil tíðindi að Styrmi sé falin lögsögnin, Snorri tók við embættinu af honum og Styrmir varð aftur lögsögumaður þegar Snorri hætti, 1231. En þetta var ekki aðeins í eina skiptið sem lögsögu Snorra bar á góma í Íslendinga sögu, það var líka í eina skiptið sem minnst var á ritstörf hans. Hér verður vitanlega að fara með mikilli gát að ályktunum. Kannski fannst Sturlu þetta svo sjálfsagt mál að því tók ekki að nefna það. Þetta vissu nú allir. Það er líka mikill munur á staðhæfingunum: „Sturla nefnir þetta varla, vegna þess að honum finnst það svo litlu skipta“ eða „Sturla nefnir þetta varla, vegna þess að hann vill ekki gera hlut Snorra of stóran“. Hvort tveggja getur svo sem staðist en látum nú Sturlu njóta vafans og hugsum sem svo: Það er verið að segja pólitíska sögu aldarinnar og þá skipta ritstörfin eða skáldskapurinn litlu. Þar um getum við vitanlega haft aðra skoðun, en í þessu samhengi varðar það litlu. Hitt er þó einkennilegt, að nefna ekki lögsöguna nema sem ómerka aukagetu þegar hægt er að senda Styrmi með hana, þegar svo mikið er ella lagt upp úr virðingu manna. Að hinu verður líka að gæta: Þegar Snorri varð lögsögumaður í fyrra skiptið var Sturla Þórðarson eins árs og hafi hann farið með ömmu sinni í Reykholt þegar Snorri fór til Noregs árið 1218 hefur sagnaritarinn verið á fjórða ári. All an fróðleik um Snorra fram um 1225 hefur hann haft eftir sögn hans sjálfs eða frásögu ann­ arra. Það kemur ágætlega heim við það að frá fyrstu 19 vetrum Snorr a, og þar með árunum í Odda, segir nánast ekkert í Íslendinga sögu. Það er fyrst þegar Sturlungar verða til frásagnar sem lifnar yfir sögu Snorra. Skáld og höfðingi í Noregi Árin 1218–1220 dvelst Snorri hjá Skúla jarli og Hákoni konungi í Noregi og heimsækir reyndar fleiri stórmenni. Það segir sig sjálft að um atburði þeirrar ferðar eru engir til frásagnar í Íslendinga sögu nema hann sjálfur. En samt er alveg víst að Sturla hefði getað aflað sér ýmissa gagna, til dæmis vitnað í þótt ekki væri nema ein vísa úr þeim þrem kvæðum sem Snorri segist hafa flutt eða ort í ferðinni. Af þessum kvæðum segir ekkert nema þetta: En um sumarit eftir fór hann austr á Gautland á fund Áskels lögmanns ok frú Krist­
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.