Breiðfirðingur - 01.05.2018, Síða 30
BREIÐFIRÐINGUR30
Þær mæðgur létu föng sín fara út í Hruna í vald Þorvaldar Gizurarsonar ok
bundu honum á hendi allt sitt ráð.
Þenna vetr fóru orðsendingar millum þeira Þorvalds Gizurarsonar ok Sighvats
Sturlusonar. (Sturlunga I 1946, 299).
Þótt liðnar séu aldir og ár liggur við að maður sjái enn fyrir sér brosið á Sturlu
þegar þetta er skrifað. Það fer ekkert á milli mála að Snorri ætlar sér ástir og hylli
Solveigar Sæmundsdóttur og hugsar gott til að tengjast þannig Hálfdani, bróður
hennar. En það fer á annan veg: Þorvaldur í Hruna og Sighvatur Sturluson semja
um önnur tengsl: Sturla Sighvatsson fær Solveigar og Steinvör Sighvatsdóttir
Hálfdanar og þannig lendir sá auður sem Snorri hafði ætlað sér að stýra til barna
Sighvats á Grund, sem ekki var alltaf besti bróðir sem Snorri gat hugsað sér.
En Snorra leggst líkn með þraut og nútímafólki kann að virðast sem Þorvaldur
Gizurarson hafi tileinkað sér kenningar um að skynsamlegt sé að deila til þess að
drottna. Vorið 1224 fór Snorri Sturluson suður um heiði, segir Sturla, „ok fund
ust þeir Þorvaldr Gizurarson ok töluðu margt“ og framhaldið er:
Litlu áðr hafði andazt Kolskeggr inn auðgi, er einn var auðgastr maðr á Íslandi. En
eftir hann tók fé allt Hallveig Ormsdóttir.
Þorvaldr kærði þat fyrir Snorra, at hann vildi setja klaustr nökkurt, sagði, at
Kolskeggr hefði heitit at leggja þar fé til. Bað hann Snorra til at eiga hlut at með
þeim.
Er þat hér skjótast af at segja, at þeir Snorri ok Þorvaldr bundu vináttu sína með
því móti, at Gizurr, sonr Þorvalds, skyldi fá Ingibjargar, dóttur Snorra, en Þorvaldr
skyldi eiga hlut at við Hallveigu Ormsdóttur, at hon gerði félag við Snorra ok fara
til bús með honum. En brúðlaup skyldi vera í Reykjaholti um haustit þeira Gizurar
ok Ingibjargar.
Efti þetta kaupir Þorvaldr Viðey, ok var þar efnat til klaustrs. En þat var sett vetri
síðar. Var Þorvaldr þá vígðr til kanoka. (Sturlunga I 1946, 302).
Áður en þetta var höfðu þó orðið tíðindi sem snertu þá báða, Snorra og Sturlu.
Guðný Böðvarsdóttir, móðir Snorra og fóstra Sturlu hafði andast 1221 og verður
að sinni ekki til neinna stórtíðinda í Íslendinga sögu, en 1223 deyr önnur kona,
sem nefnd er einu sinni í verki Sturlu: