Breiðfirðingur - 01.05.2018, Blaðsíða 30

Breiðfirðingur - 01.05.2018, Blaðsíða 30
BREIÐFIRÐINGUR30 Þær mæðgur létu föng sín fara út í Hruna í vald Þorvaldar Gizurarsonar ok bundu honum á hendi allt sitt ráð. Þenna vetr fóru orðsendingar millum þeira Þorvalds Gizurarsonar ok Sighvats Sturlusonar. (Sturlunga I 1946, 299). Þótt liðnar séu aldir og ár liggur við að maður sjái enn fyrir sér brosið á Sturlu þegar þetta er skrifað. Það fer ekkert á milli mála að Snorri ætlar sér ástir og hylli Solveigar Sæmundsdóttur og hugsar gott til að tengjast þannig Hálfdani, bróður hennar. En það fer á annan veg: Þorvaldur í Hruna og Sighvatur Sturluson semja um önnur tengsl: Sturla Sighvatsson fær Solveigar og Steinvör Sighvatsdóttir Hálfdanar og þannig lendir sá auður sem Snorri hafði ætlað sér að stýra til barna Sighvats á Grund, sem ekki var alltaf besti bróðir sem Snorri gat hugsað sér. En Snorra leggst líkn með þraut og nútímafólki kann að virðast sem Þorvaldur Gizurarson hafi tileinkað sér kenningar um að skynsamlegt sé að deila til þess að drottna. Vorið 1224 fór Snorri Sturluson suður um heiði, segir Sturla, „ok fund­ ust þeir Þorvaldr Gizurarson ok töluðu margt“ og framhaldið er: Litlu áðr hafði andazt Kolskeggr inn auðgi, er einn var auðgastr maðr á Íslandi. En eftir hann tók fé allt Hallveig Ormsdóttir. Þorvaldr kærði þat fyrir Snorra, at hann vildi setja klaustr nökkurt, sagði, at Kolskeggr hefði heitit at leggja þar fé til. Bað hann Snorra til at eiga hlut at með þeim. Er þat hér skjótast af at segja, at þeir Snorri ok Þorvaldr bundu vináttu sína með því móti, at Gizurr, sonr Þorvalds, skyldi fá Ingibjargar, dóttur Snorra, en Þorvaldr skyldi eiga hlut at við Hallveigu Ormsdóttur, at hon gerði félag við Snorra ok fara til bús með honum. En brúðlaup skyldi vera í Reykjaholti um haustit þeira Gizurar ok Ingibjargar. Efti þetta kaupir Þorvaldr Viðey, ok var þar efnat til klaustrs. En þat var sett vetri síðar. Var Þorvaldr þá vígðr til kanoka. (Sturlunga I 1946, 302). Áður en þetta var höfðu þó orðið tíðindi sem snertu þá báða, Snorra og Sturlu. Guðný Böðvarsdóttir, móðir Snorra og fóstra Sturlu hafði andast 1221 og verður að sinni ekki til neinna stórtíðinda í Íslendinga sögu, en 1223 deyr önnur kona, sem nefnd er einu sinni í verki Sturlu:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.