Breiðfirðingur - 01.05.2018, Síða 88
BREIÐFIRÐINGUR88
Pétur Ólafsson f. 1895 á Stakkabergi á Skarðs strönd, en
fluttist vorið 1897 að StóruTungu á Fellsströnd, þar sem
hann bjó síðan. Hann var í Ung l ingaskóla Ólafs Ól afs sonar í
Hjarðarholti 1914–16, búfræðingur frá Hól um 1922, kennd i
1916–17, 1918–19, 1924–25 í Fells strandarskólahverfi,
seinasta veturinn einn ig í Klofn ingsskólahverfi. Bóndi í
S tóruTungu frá 1922. Pétur kvænt ist Guðrúnu Jóhanns
dóttur frá Þórkötlustöðum í Grindavík og eignuðust þau
fimm börn. Pétur lést 27. maí 1991.
og var rúmfastur í fimm vikur, mikið veikur. Læknirinn í Ólafsvík, Halldór
Steinsson, kom og skoðaði mig. Hann þekkti ekki þessa veiki, sem að mér gekk.
Það var svo mikill útsláttur úr skrokk mínu, að öll rúmföt sem að mér sneru voru
rennandi og varð að skipta um þau tvisvar á dag í mánuð, næring fjarska lítil
nema drykkur. Leið alltaf illa.
Eftir fimm vikur fór eg að klæðast, en gekk með eins og barn. Þegar eg var búinn
að vera nokkrar vikur á fótum fann eg að eg hafði misst nokkuð af fyrrverandi
líkamskröftum, misst hersluna úr skrokknum og tapað minninu. Meltingin fór
öll í ólag. Öll athöfn bæði til sálar og líkama stórlamaðist. Líkamskraftarnir voru
lengi að jafna sig, sömuleiðis meltingin. Minnið hefur aldrei komið eins og það
var.
Þegar eg er farinn, kominn vestur á firði til sjós, þá veikjast öll börnin á
Fögruvöllum, þá rankar Halldór Steinsson við sér, þekkir veikina og segir að eg
hefði ekki átt að gera neitt í sumar. Hann segir að það komi ekki til mála að eg
sleppi óskemmdur eftir þessa veiki. Svona kafa nú læknarnir stundum í fáfræðinni
og sjúklingarnir fá að líða fyrir mistökin og fáfræðina. Læknavísindin verða alltaf
á bernskuskeiði, því þó þeir viti mikið, þá er þó margt óleyst í læknisfræðinni.
Heim kom eg peningalaus og bilaður á heilsunni. Þegar eg kom heim, hitti eg
Runólf í Galtardal. Hann spyr mig frétta; eg sagði honum söguna mína. Hann
segir: „Eg held að það hefði verið betra fyrir þig, drengur minn, að vera kyrr
heima.“ Eg svara og segi: „Jú, en það kemur fyrir, að það sveltir sitjandi kráka,
en fljúgandi fær.“
(Breiðfirðingur fékk þessa grein til birtingar frá Einari Gunnari Péturssyni, en
hann er yngstur barna Péturs. Breiðfirðingur kann Einari kærar þakkir fyrir.)