Breiðfirðingur - 01.05.2018, Side 91

Breiðfirðingur - 01.05.2018, Side 91
BREIÐFIRÐINGUR 91 mögulegum útgáfum en allt kom fyrir ekki. Þegar öll sund virtust lokuð datt mér í hug að slá inn herskráningarnúmerið sem fyrir kemur í fyrr nefndu sendibréfi og viti menn, nú fór eitthvað að gerast. Upp á tölvuskjáinn kom nafnið Hurley Gillis ásamt tilvísunarnúmerum í gögn honum tengd í Kanadíska þjóðskjalasafninu. Þessi skjöl pantaði ég um hæl og fékk send ljósrit af þeim. Við lestur þessara skjala kom í ljós að Hallgrímur Valgeir Sigurðson hafði ekki látist í fyrri heimstyrjöldinni heldur snúið aftur til Kanada ásamt enskri eiginkonu sinni. Samkvæmt þessum gögnum höfðu þau búið í Hampton í Kings County í New Brunswick. Þar lést Hallgrímur síðan árið 1942 og var grafinn í kirkjugarði við St. Pauls Anglican church. Á þessum tíma varð nokkurt hlé á rannsókninni þar sem við Hjördís vorum þá skilin að skiptum. Ég sendi öll gögn varðandi málið til Gyðu Jónsdóttur, systur Hjördísar, en hún hafði frá upphafi sýnt máli þessu sérstakan áhuga. Árið 2006 hafði Gyða síðan samband við mig til að kanna hvort ég væri ekki reiðubúinn til þess að hafa samband til Kanada og klára dæmið, eins og hún orðaði það. Þegar þráðurinn var tekinn upp aftur varð fyrst fyrir að rita bréf til St. Pauls Anglican church og spyrjast fyrir um legstað Hallgríms og hvort hann ætti einhverja afkomendur svo vitað væri. Nú létu viðbrögðin ekki á sér standa. Tíu dögum eftir að ég sendi bréfið til St. Pauls Anglican church fékk ég tölvupóst frá Joyce Mersereau, dóttur Hurley Gillis. Þögn sem varað hafði í tæp 90 ár var rofin. Nú kom upp úr kafinu að Halli frændi hafði ekki einungis lifað stríðið af heldur átti hann sjö börn með konu sinni Annie, þannig að í Kanada og aðallega í New Brunswick er frændgarður álíka stór og sá sem er á Íslandi. Það tók þó nokkurn tíma að melta þessa nýju stöðu málsins og ekki alveg ljóst hvað tæki við, þar sem leitin hafði jú snúist um að finna gröf manns sem lést fyrir 90 árum og það þurfti tíma til að átta sig á þessari nýju stöðu sem upp var komin. Sumarið 2008 kom síðan í framhaldi af þessu fríður flokkur kvenna frá Kanada. Þar var komin Joyce Mersereau og dætur hennar. Urðu þá hinir mestu fagnaðarfundir með þeim og ættingjum víðs vegar af landinu. Hal Gislason – Hurley Gillis Hallgrímur Valgeir Rósinkrans Sigurðsson var fæddur á Eiði í Eyrar­sveit í Snæfellsnessýslu, þann 21. ágúst 1892. Foreldrar hans voru þau Jóna Jónsdóttir (1857–1950) og Sigurður Gíslason (1858–1941) Hallgrímur var
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.