Breiðfirðingur - 01.05.2018, Page 116

Breiðfirðingur - 01.05.2018, Page 116
BREIÐFIRÐINGUR116 Haffjarðará. Úti í Haffjarðará, norðanvert við svonefnt Langanes, eru nokkrar volgrur sem ekki koma uppúr nema lágt sé í ánni. Þær eru nær eystra landinu, um 10­15 m út í ánni. Jarðhitinn kemur þarna upp á tveimur samsíða sprungum sem stefna VNV–ASA. Sú syðri er allt að 25 km löng en sú nyrðri um 10 m löng. Syðri sprungan er greinilega misgengin.Vatnið, sem er mjög kolsýrumeng­ að, seytlar upp um rifur og op á sprungunni. Árið 1977 mældist mestur hiti um 25°C en rennsli er lítið. Við uppstreymisopin eru rauðleitar og gulleitar útfell­ ingar. Jarðhitinn hefur hlaðið upp um 20–30 cm háum og 5 m löngum hrygg af útfellingum. Heggstaðir. Austan Þverfells er lækur sem rennur í Hlíðarvatn og ofarlega og austan við hann (rétt neðan vegarslóðans) er ölkelda í mýri. Hiti mældist í maí 1977 um 5°C, en um 2,5°C í nóvember sama ár. Rennsli er lítið. Eldrauðar og bleikrauðar útfellingar eru áberandi. Sandfell. Austan undir Sandfelli kemur vatn með ölkeldubragði upp úr mel á nokkru svæði. Hitastig þess var frá 5°C upp í 11°C í maí 1977. Rennsli er lítið, en hvítar og rauðleitar útfellingar eru á steinum. Hallkelsstaðahlíð. Í landi Hallkelsstaðahlíðar eru nokkrar ölkeldur. Inni í Dýja­ dal eru tvær ölkeldur, önnur í Selbrekkum og hin í Bleikilyngsbrekkum. Þessar tvær koma upp í hallamýri og bóla nokkuð upp, en rennsli er lítið. Í farvegi Fossár, milli Bolalágar og Bjargurðar, eru ölkeldur dreifðar um all­ nokkurt svæði. Rennsli er lítið en mikið af eldrauðum og hvítum útfellingum. Í Hlíðarvatni, innan við 100 m útundan Neðstakasti, er ölkelda, sem kemur uppúr þegar lítið er í vatninu. Þar er skál, sem er um 1 m í þvermál og hvítar og rauðar útfellingar eru í kring. Á öðrum stað, skammt innan við hólmann sem er suður undan Hallkelsstaðahlíð, bólar upp en ekki er ölkeldubragð af vatninu. Oddastaðir­Ölviskross. Við vík þá austur úr Oddastaðavatni, sem vegurinn upp í Heydal var lagður fyrir, eru ölkeldur á víð og dreif, bæði á þurru og úti í vatninu. Þær, sem eru á þurru, eru sunnan megin við víkurbotninn, sunnan lækjar en neðan gamla vegarins. Þar eru nokkrar ölkeldur í mýri og bólar víða upp kolsýra. Hiti mældist í maí 1977 allt að 9°C, en aðeins 0,5 í nóvember sama ár. Gegnt þessum ölkeldum, norðan til í víkinni, bólar víða upp úr vatninu á allstóru svæði. Eyjahreppur Ytri­Rauðamelur. Í nesinu gegnt Kaldalæk eru nokkrar volgrur í mýri (á 10x10 m
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.