Breiðfirðingur - 01.05.2018, Page 129
BREIÐFIRÐINGUR 129
lágvaxin og nánast písl því svo grönn var hún.
En vet urinn hafði verið erfiður. Fyrir henni lá
að ganga til Ólafsvíkur, fyrir Ennið sem henni
stóð stuggur af. En marg ar sögur voru á kreiki
um fólk sem hafði fórnað fjöri sínu á leið um
þessa slóð.
Faðir hennar var húsa smiður og þurfti oft
að fara víða til að sækja sér vinnu við smíðar á
sumrum en hann var sjómaður á vetr um. Laun
in voru sérlega stopul þessi árin, oft kom hann
heim í kotið með tros eitt til viðurværis.
Hann hafði sagt henni að ganga á bökkunum
ofan við fjöruna, þar var sand urinn þéttastur í
sér en þar var krían einnig aðgangshörð í þessu
stærsta kríuvarpi veraldar. Hún varð að hraða sér
til að ná útfallinu áður en komið var að torfær unni.
Ekki bætti úr að það var strekkings norð aust an vindur, sem tók í fátækleg fötin
og ekki beinlínis hlýlegt þegar vindurinn lék um ber læri stelpunnar á milli kots
ins og sokkanna sem voru orðnir býsna stuttir.
Faðir hennar vissi að það tíðkaðist að fylgja fólki sem ætlaði sér að fara þessa
leið, en þar sem hún var tólf ára þótti honum það ekki þurfa, einnig vissi hann af
fólki sem ætlaði sér austur fyrir Enni á þessum tíma. Hann varaði hana við ánum
sem hún yrði að vaða yfir á leiðinni. Hólmkelsáin gat verið erfið viðureignar
svona að vori til, neðst niðri við ósinn.
Stúlkan úr þurrabúðinni var orðin þreytt er hún kom að múlanum og útfallið
var rétt hafið og augljóst að nokkur tími liði uns fjaraði svo langt út að næði að
stóra steini sem enn var á kafi í sjó. Mjúkur sandurinn er ekki léttur þegar gangan
er löng, áin vatnsmikil og hún hrasaði í ánni og krían var óvenjugrimm þetta
vorið, að henni fannst.
Henni varð hugsað heim í Guðgeirshús þar sem ríkti söknuður og vonleysi.
Móðirin hafði verið í nær tvö ár á Landspítalanum og öll eldri systkini hennar
voru löngu farin suður. Eftir voru tveir bræður hennar, annar þeirra blindur og
tveimur árum eldri en hún, yngri bróðirinn tveimur árum yngri.
Heimilisfaðirinn hafði ekki bolmagn til að sjá fyrir þessari litlu fjölskyldu
Katrín Sigurveig um það bil sem
hún fór að heiman.