Breiðfirðingur - 01.05.2018, Qupperneq 137

Breiðfirðingur - 01.05.2018, Qupperneq 137
BREIÐFIRÐINGUR 137 um þessi mál við hann í Skáleyjum og fósturforeldrum hans hafði þótt rétt að vera ekkert að ræða þetta við strákinn. Tvisvar á ári fékk hann bréf frá móður sinni Maríu sem hann þekkti ekki og leit ekki á sem mömmu sína. Þeim fannst að best væri að geyma það til þess tíma sem hann gæti skilið hlutina. Nú var hann 14 ára og það hafði verið látið bíða að útskýra þetta, pabbi hans og mamma treystu sér ekki til þess ein og óstudd úr því sem komið var. Þau voru þó ekkert nema heiðarleikinn og gæskan. Vildu öllum vel og töluðu aldrei illa um nokkurn mann. Í nútímanum hefði kannski verið sagt að þau hefðu verið fremur einfaldar manneskjur. Þau gerðu allt sem þau áttu að gera, stóðu sína plikt og þeim þótti undurvænt um fósturbörnin sín tvö. Anna var auðvitað bara bláfátæk húsfreyja er bjó í örlitlum torfbæ við þröngan kost og þekkti ekkert annað en örbirgðina. Þau voru orðin fullorðin þegar þau giftust og Sveinbjörn var nú kominn í land eftir að hafa misst heyrnina í vinnu­ slysi. Hann hafði verið togarasjómaður hjá mági sínum Guðmundi Jónssyni frá Reykjum í Mosfellssveit, skipstjóra á togaranum Agli Skallagrímssyni. Addi var fremur seinn á fætur morguninn eftir heimkomuna frá presti og var enn jafnfámáll og um kvöldið. Hann fór einförum til að sinna bústörfum sem hann var vanur. Ekki var bústofninn stór, um 20 ær, líklega ein kusa og slatti af hænum. Addi þurfti einnig að sinna skepnum landeigandans. Sveinbjörn sótti sjó á bát sínum Venusi þegar veður leyfði; Addi sá um störfin í landi. Svona gekk þessi dagur og næstu dagar fyrir sig. Strákurinn átti erfitt með að sofna á kvöldin þótt hann færi óvenju snemma í rúmið þessi dægrin og hélt aldrei uppi samræðum við sitt fólk eða nágranna. Honum fannst á einhvern hátt sem hann hefði verið svikinn, en vissi ekki hvernig. Hann var sár, en átti erfitt með að vera sár út í mömmu sem alltaf var honum blíð í alla staði og eftirlát. Í nokkur ár hafði Bergsveinn Skúlason verið bóndi í Skáleyjum, skólagenginn á þess tíma mælikvarða en var auk þess virtur fræðagrúskari og hafði þá þegar gefið út smárit. Bergsveinn hafði á sínum tíma haft Adda til náms í nauðsyn­ legum greinum. Meðal annars var strákur jafnan með bækur að láni frá þessum vini sínum. Anna sneri sér til húsbænda sinna í Skáleyjum og tóku þau hjón Sigurborg og Gísli að sér að ræða við piltinn enda bar hann virðingu fyrir þeim. Kom fljótlega í ljós hvað hafði komið fyrir Adda í Flatey á dögunum. Nú var hann í raun fræddur um hver hann væri og hverjir væru hans forfeður í eyjunum og hvað hefði komið fyrir. Þau brýndu fyrir Adda að þau Anna og Bjössi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Breiðfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.