Breiðfirðingur - 01.05.2018, Síða 138

Breiðfirðingur - 01.05.2018, Síða 138
BREIÐFIRÐINGUR138 hefðu gengið honum algjörlega í foreldrastað, rétt eins og þau ættu hann, og hann gæti ekki hafa verið heppnari með foreldra. Þá lofuðu þau honum stuðningi gagnvart því fólki sem bjó í eyjunum. Eftir þetta varð Gísli, sjálfur óðalsbóndinn, trúnaðarvinur Adda. Ljóst var að næst þegar Addi sótti tíma hjá prestinum í Flateyjarkirkju var viðmótið verulega breytt. Þó örlaði alltaf á áreitni frá mörgum stórbokkasonum í eyjunum. Eftir þetta var Addi breyttur, hann varð auðvitað að takast á við mótlætið sjálfur. En var samt alltaf sá sem hann var, fátækur strákur úr Skáleyjum. Fermingardagurinn var Adda eftirminnilegur, en hann fermdist í kirkjunni sem enn stendur og gnæfir yfir þorpinu í Flatey og er vel sýnilegt kennileiti sjó­ farenda. Frá foreldrunum fékk hann fermingarföt sem voru að mestu heima­ saumuð. Anna var annáluð saumakona. Húsbændur í Skáleyjum buðu öllum Skáleyingum upp á súkkulaði og rjómapönnukökur. Eftir ferminguna fór Addi að vinna fyrir sér ýmist sem kaupamaður og síðar vinnumaður á bæjum í Gufudalssveit auk þess sem hann sinnti fósturforeldrum sínum af natni. Einkum var hann á stórbýlinu á Brekku þar sem Sveinbjörn kom hvert sumar í heyskap og heyjaði fyrir sitt búfé. Það gerði hann á meðan búið var á Brekku, en bærinn brann líklega upp úr 1965. Addi var nú orðinn alvarlegur ungur maður, eftir samtal sitt við Gísla um veturinn þar sem hann var upplýstur um hvernig hann kom í eyjarnar. Hann var einnig upplýstur um langafa sinn Árna Gíslason sem var frægur fyrir misjafna hluti og lesa má um í bókum (Breiðfirskir sjómenn, Gráskinna og Eylenda). Lítið gat Gísli sagt honum um móðurætt hans. En móðir hans kom frá Skarði ofan við Hellissand, en hún var fædd í Haga í Staðarsveit. Um föður sinn fékk hann aðeins að vita að hann hefði verið fæddur í Flatey og hefði verið sjómaður á Hellissandi sem missti heilsuna og síðan dáið í Flatey 1922. Rétt eftir að yngsta systkini hans hafði dáið. En fjölskyldan var flutt hreppaflutningum frá Hellissandi 1920 og síðar var fjölskyldunni skipt upp á túninu í Svefneyjum. Systur hans tvær voru sendar á bæi á Snæfellsnesi. Önnur þeirra giftist ekkjumanni en hin fór á berklahælið og var þar í mörg ár. Annar bróðir hans fór til Reykjavíkur með móðurinni en hinn varð niðursetningur að Látrum. Hann fékk nú að vita að hann ætti fjögur önnur systkini. En hann vissi um þessi systkini sín því móðir hans sendi honum ævinlega bréf í kringum afmælið hans og smáböggla um jól. En fólkið sitt þekkti hann ekki og hafði aldrei séð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Breiðfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.