Breiðfirðingur - 01.05.2018, Page 145

Breiðfirðingur - 01.05.2018, Page 145
BREIÐFIRÐINGUR 145 Farið í bíltúr í Ljárskógasel og að Kötlunum í Fáskrúð. Veðrið var ekki gott, hvasst og kalt. Um kvöldið var grillað að venju, nokkur börn fluttu skem­ mtiatriði ásamt Helgu Ínu sem hafði skipulagt dagskrá fyrir þau. Hljómsveit heima manna, Nikkólína, lék fyrir fjörugum dansi á eftir. Sérstaka athygli vakti fjöldi hljóðfæraleikaranna. Þeir voru níu eða tíu og þar af sex sem spiluðu á harmonikkur. Góð þátttaka var í ferðinni og einnig komu margir heimamenn í grillið til okkar og voru með okkur á ballinu. Þetta var hin besta skemmtun. Breiðfirðingakórinn bauð til veglegrar veislu í Breiðfirðingabúð þann 21. okt­ ó ber sl. í tilefni 20 ára afmælis kórsins. Ólöf Sigurjónsdóttir, formaður kórsins, flutti ræðu og rakti sögu kórsins í þessi 20 ár. Myndir frá starfi og úr ferðum kórsins rúlluðu á sjónvarpskjá salarins. Kórinn söng svo fyrir gestina og bauð upp á glæsilegt veisluhlaðborð. Einnig söng 7 manna „kvartett“ við undirleik Helga Hannessonar nokkur lög við góðar undirtektir. Formaður Breiðfirðingafélagsins ávarpaði kórinn og færði honum peningagjöf frá félaginu í tilefni afmælisins. Einn ig flutti Sveinn Sigurjónsson, fyrrverandi formaður félagsins og aðalhvata­ maður að endurreisn kórsins fyrir 20 árum, ávarp. Húsfyllir var í Breiðfiðringabúð í þessari glæsilegu veislu. Um kvöldið var svo ball sem kórinn stóð að. Hjómsveit Sveins Sigurjónssonar lék fyrir dansi af miklu fjöri. Breiðfirðingakórinn er svo sannarlega falleg fjöður í hatti Breiðfirðingafélagsins. Hagyrðingakvöld var haldið 16. nóvember í samstarfi við Barðstrendingafélagið og tókst vel. Ólína Kristín Jónsdóttir frá Barðstrendingafélaginu stjórnaði kvöld­ inu. Hagyrðingar voru: Aðalheiður Hallgrímsdóttir, Hlíf Kristjánsdóttir, Hjörtur Þórarinsson, Jóhanna Fríða Dalkvist, Jón Kristjánsson og Ragnheiður Þóra Ragn­ arsdóttir. Jólaball fyrir börnin var haldið 30. desember. Hilmar Sverrisson lék og söng jólalög með börnum og fullorðnum og fjörugir jólasveinar mættu. Aðsóknin hefði mátt vera betri því þetta var góð skemmtun. Tímaritið Breiðfirðingur kemur nú árlega út undir dugmikilli ritstjórn Svavars Gestssonar. Ritið er bæði skemmtilegt og fræðandi. Þar er ýmsu efni haldið til haga sem ella yrði sennilega gleymskunni að bráð. Það eru margir sem spyrja eftir tímaritinu og hefur salan á því verið góð. Breiðfirðingabúð lítur alltaf vel út og er félaginu til sóma. Í sumar var gólfið slípað og lakkað og skipt um gólflista. Einnig voru veggir og gluggar salarins málaðir. Þak hússins alls var málað í sumar og einnig gluggar að utan. Keyptur var sjónvarpsskjár í salinn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.