Breiðfirðingur - 01.05.2018, Page 147
BREIÐFIRÐINGUR 147
Bannað að tuða
Starfsemi Barðstrendingafélagsins árið 2017 var að mestu með hefðbundnu sniði.
Félagið á lítinn sal við Hverfisgötu 105, Konnakot, þar sem öll okkar starfsemi
fer fram utan stærri viðburða. Félagsvist var spiluð á tveggja vikna fresti í sex
skipti, fyrir og eftir áramót.Við leggjum mikla áherslu á létt andrúmsloft í félags
vistinni og að allir séu velkomnir, líka þeir sem eru að læra spilið. Við grínumst
stundum með að eina reglan í spilunum sé sú að það er bannað að tuða!
Í janúar tókum við forskot á þorrann, hittumst og smökkuðum á þorramat,
sungum og skemmtum okkur í kvöldstund.
Við héldum hagyrðingakvöld í mars á eigin vegum og svo höfum við und
anfarin þrjú ár verið í samvinnu við Breiðfirðingafélagið um hagyrðingamót í
nóvember. Á kvöldinu okkar í mars leitum við gjarnan til hagyrðinga úr héraði
en í nóvember er það opnara.
Það er komin hefð fyrir því að hafa opið hús á síðasta vetrardag og síðasta dag
sumars. Eftir að félagið fjárfesti í bingóspjöldum og vél höfum við spilað bingó
á þessum opnu húsum. Fyrirtæki og einstaklingar styrkja okkur með vinningum
af miklum höfðingsskap.
Við höfum haft það fyrir reglu að græða ekki á viðburðum félagsins heldur
seljum við inn á félagsvistina og hagyrðingakvöldið til að hafa fyrir kostnaði.
Ágóða af bingóunum leggjum við til hliðar en við erum að safna fyrir sérstökum
plötum í loftið á salnum okkar, til að bæta hljóðvistina.
Fyrsta sunnudag í desember höldum við jólavöku, fáum rithöfunda til
að kynna bækur sínar, gjarnan sem tengjast annaðhvort Austur eða Vestur
Barðastrandarsýslu. Að þessu sinni fengum við Guðna Th. Jóhannesson, forset
Ólína Kristín Jónsdóttir
Af starfsemi Barðstrendingafélagsins