Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 2

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 2
2 TMM 2010 · 1 Frá ritstjóra Allt frá Brekkukotsannál eftir Halldór Laxness hefur hugtakið um „hinn hreina tón“ orðið í íslenskum hugmyndaheimi að ígildi alls þess sem er satt, einlægt, upprunalegt og rétt í listum og annarri mannlegri viðleitni. Listamönnum hefur fyrirgefist margt – til dæmis að spila eða syngja falskt á hefðbundinn mælikvarða – ef talið er að þeir hafi til að bera þennan eftirsóknarverða eiginleika: einlægni. Ljóð Þórarins Eldjárn hér í heftinu um þennan tón er margrætt og má túlka á ýmsa vegu, en vonandi er engu spillt fyrir lesanda þó að hér sé stungið upp á því að það fjalli um einhvers konar ósannindi – einhvers konar grundvallarskekkju – einhverja vitleysu sem bjagar og aflagar allt sem af leiðir. Þráin eftir því sem rétt er og fagurt er ekki einhlítur veg­ vísir þegar hún helst í hendur við gjörtækt þekkingarleysi. Hins hreina tóns var leitað í ákefð í glundroðanum og öðrum óhefð­ bundnum hljóðheimum hér á sjöunda áratugnum þegar tónskáld brutu af sér hlekki hvers kyns hefða í tónlist Vesturlanda og brautryðjendur hér á borð við Atla Heimi Sveinsson og Magnús Blöndal Jóhannsson stóðu fyrir kynningum á róttækri framúrstefnulist sem náðu hámarki í frægum tónleikum Nam June Paiks árið 1965 frammi fyrir furðu lostn­ um áheyrendum sem mættir voru til að tileinka sér með opnum huga evrópska hámenningu en fengu einkennilegt brölt í staðinn. Frá þessu öllu segir Árni Heimir Ingólfsson í bráðskemmtilegri grein um starf Musica Nova. Þorsteinn Antonsson heldur áfram að deila með okkur rannsóknum sínum á ævi og verkum Elíasar Marar og óhætt að segja að niðurstöður hans séu býsna forvitnilegar og einnig er fengur að greinargóðu yfirliti Árna Finnssonar um stöðu mála eftir Loftslagsráðstefnu SÞ í Kaup­ mannahöfn, svo fátt eitt sé nefnt af fjölbreyttu efni þessa heftis. Miklu varðar í uppgjörinu sem nú á sér stað við efnahagshrunið hér á landi á síðasta ári að „undirstaðan sé réttleg fundin“ eins og segir í Lilju. Grein Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um háskalega og ósjálf­ bæra þjóðfélagstilraun er viðleitni til að greina það sem nefnt hefur verið íslenska efnahagsundrið og fólst eins og höfundurinn orðar það „í því að þenja getu hagkerfisins til hins ýtrasta, auka veltuna í samfélaginu og láta einskis ófreistað til að skapa auðsáhrif hjá opinberum aðilum, fyrir­ tækjum og almenningi sem voru langt umfram þann raunverulega auð sem skapaður var í landinu.“ Guðmundur Andri Thorsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.