Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 6
I n g i b j ö r g S ó l r ú n G í s l a d ó t t i r
6 TMM 2010 · 1
II. Pólitískur sigur frjálshyggjunnar
Íslenska fjármálakerfið hrundi hins vegar ekki vegna þess að hér væri
svo vont og spillt fólk að verki – langt umfram það sem gerðist í öðrum
löndum. Það hrundi vegna þess að árum saman hefur verið að verki á
Íslandi – eins og reyndar í mörgum öðrum löndum – hugmyndakerfi
sem leysti úr læðingi athafnir og öfl sem voru ofvaxin íslensku samfélagi
og kollkeyrðu það á endanum. Íslenskt samfélag bjó ekki yfir þeirri
stjórnfestu – þeim lagaramma, leikreglum, stjórnsýsluhefðum né stofn
unum – sem þurfti til að veita peningaöflunum sjálfstætt og gagnrýnið
aðhald né heldur þeim efnahagslega eða pólitíska styrk sem þurfti til að
halda lífi í fjármálakerfinu þegar það riðaði til falls.
Í þessu hugmyndakerfi var græðgin gerð að dyggð og lögð áhersla á
mikilvægi þess að virkja hana í þágu auðsöfnunar, jafnt einstaklinga
sem samfélagsins í heild. Því þótt fáir græddu gríðarlega mikið var séð
til þess að margir fengju hlutdeild í gróðanum. En reynsla árþúsund
anna kennir okkur að græðgi getur aldrei verið dyggð og leiðir að lokum
til óhamingju fái hún lausan tauminn. Það eru þessi reynsluvísindi sem
eflaust gera það að verkum að græðgin er flokkuð meðal dauðasynd
anna sjö.
Þetta hljómar auðvitað eins og hver annar siðaboðaskapur en hann er
ekki án tengsla við pólitískan veruleika. Með hagfræðinga eins og Fried
rich Hayek og Milton Friedman sem kennivald og Ronald Reagan og
Margaret Thatcher sem pólitískt vald, náði frjálshyggjan hugmynda
fræðilegu forskoti á Vesturlöndum á níunda áratugnum. Með hruni
Sovétkerfisins í lok níunda áratugarins litu margir svo á að kapítalism
inn hefði endanlega farið með sigur af hólmi og nú væri runnið upp nýtt
og áður óþekkt skeið í sögunni. Skeið eilífs hagvaxtar, auðsældar, lýð
ræðis og einstaklingsframtaks. Alvarlegir fræðimenn skrifuðu jafnvel
bækur um þetta nýja tímaskeið og kenndu það við endalok sögunnar.3
Hægrimenn hrósuðu sigri enda litu þeir svo á að kalda stríðinu hefði
lokið með algerum sigri kapítalismans yfir sósíalismanum. Nú væri tími
hins óhefta og frjálsa markaðar runninn upp. Þeir hentu fyrir borð
ýmsum gömlum og íhaldssömum gildum sem m.a. höfðu mótast í glím
unni við sósíalismann og sóttu fram með frjálshyggjuna að leiðarljósi.
Vinstrimenn aftur á móti misstu sjálfstraustið. Þeim tókst ekki að gefa
hugmyndunum um jöfnuð, samábyrgð og félagslegt réttlæti nýtt inntak
og áttu lengi undir högg að sækja á Vesturlöndum.
Vinstrimenn höfðu lengst af átt höfundarrétt að hugmyndafræði sem
náði yfir flest svið mannlegrar tilveru og notuð var til að svara öllum