Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 6
I n g i b j ö r g S ó l r ú n G í s l a d ó t t i r 6 TMM 2010 · 1 II. Pólitískur sigur frjálshyggjunnar Íslenska fjármálakerfið hrundi hins vegar ekki vegna þess að hér væri svo vont og spillt fólk að verki – langt umfram það sem gerðist í öðrum löndum. Það hrundi vegna þess að árum saman hefur verið að verki á Íslandi – eins og reyndar í mörgum öðrum löndum – hugmyndakerfi sem leysti úr læðingi athafnir og öfl sem voru ofvaxin íslensku samfélagi og kollkeyrðu það á endanum. Íslenskt samfélag bjó ekki yfir þeirri stjórnfestu – þeim lagaramma, leikreglum, stjórnsýsluhefðum né stofn­ unum – sem þurfti til að veita peningaöflunum sjálfstætt og gagnrýnið aðhald né heldur þeim efnahagslega eða pólitíska styrk sem þurfti til að halda lífi í fjármálakerfinu þegar það riðaði til falls. Í þessu hugmyndakerfi var græðgin gerð að dyggð og lögð áhersla á mikilvægi þess að virkja hana í þágu auðsöfnunar, jafnt einstaklinga sem samfélagsins í heild. Því þótt fáir græddu gríðarlega mikið var séð til þess að margir fengju hlutdeild í gróðanum. En reynsla árþúsund­ anna kennir okkur að græðgi getur aldrei verið dyggð og leiðir að lokum til óhamingju fái hún lausan tauminn. Það eru þessi reynsluvísindi sem eflaust gera það að verkum að græðgin er flokkuð meðal dauðasynd­ anna sjö. Þetta hljómar auðvitað eins og hver annar siðaboðaskapur en hann er ekki án tengsla við pólitískan veruleika. Með hagfræðinga eins og Fried­ rich Hayek og Milton Friedman sem kennivald og Ronald Reagan og Margaret Thatcher sem pólitískt vald, náði frjálshyggjan hugmynda­ fræðilegu forskoti á Vesturlöndum á níunda áratugnum. Með hruni Sovétkerfisins í lok níunda áratugarins litu margir svo á að kapítalism­ inn hefði endanlega farið með sigur af hólmi og nú væri runnið upp nýtt og áður óþekkt skeið í sögunni. Skeið eilífs hagvaxtar, auðsældar, lýð­ ræðis og einstaklingsframtaks. Alvarlegir fræðimenn skrifuðu jafnvel bækur um þetta nýja tímaskeið og kenndu það við endalok sögunnar.3 Hægrimenn hrósuðu sigri enda litu þeir svo á að kalda stríðinu hefði lokið með algerum sigri kapítalismans yfir sósíalismanum. Nú væri tími hins óhefta og frjálsa markaðar runninn upp. Þeir hentu fyrir borð ýmsum gömlum og íhaldssömum gildum sem m.a. höfðu mótast í glím­ unni við sósíalismann og sóttu fram með frjálshyggjuna að leiðarljósi. Vinstrimenn aftur á móti misstu sjálfstraustið. Þeim tókst ekki að gefa hugmyndunum um jöfnuð, samábyrgð og félagslegt réttlæti nýtt inntak og áttu lengi undir högg að sækja á Vesturlöndum. Vinstrimenn höfðu lengst af átt höfundarrétt að hugmyndafræði sem náði yfir flest svið mannlegrar tilveru og notuð var til að svara öllum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.