Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 7

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 7
H á s k a l e g o g ó s j á l f b æ r s a m f é l a g s t i l r a u n TMM 2010 · 1 7 spurningum sem upp komu. Nú var öldin önnur og hægrimenn boðuðu allsherjarlausn í formi frjálshyggjunnar. Mátti þá einu gilda hvort um var að ræða efnahagsmál, jafnrétti kynja, menningarmál eða hvað annað sem varðaði mannlegt samfélag – frjálshyggjan átti svör við öllu líkt og sósíalisminn áður. Við kölluðum þetta skilgreiningardauða í Kvennalistanum og neituðum að láta draga okkur í annan hvorn dilk­ inn. Þegar Samfylkingin kom fram reyndi hún að feta vandratað einstigi milli þessara hugmyndakerfa sem frjálslyndur jafnaðarflokkur og markmið mitt var að standa fyrir hugmyndalegri endurnýjun jafnaðar­ manna. Í frægri Borgarnesræðu í febrúar 2003 lagði ég áherslu á að það væri verkefni flokksins að innleiða í íslenskt samfélag leikreglur hins frjálslynda lýðræðis, samræður í stað átaka, gagnsæi og jafnræði í stjórnkerfinu og nýja stofnanamenningu. Þeirri vinnu var haldið áfram í framtíðarhópi Samfylkingarinnar sem mótaði heildstæða jafnaðar­ stefnu byggða á hefðbundnum gildum jafnaðarmanna. III. Einkavæðing og verðbólur Samhliða uppgangi frjálshyggjunnar var mikið fjármagn til staðar í hinu hnattvædda hagkerfi heimsins, m.a. vegna mikils viðskiptaafgangs hjá kínversku efnahagsrisunum í Asíu. Framboð lánsfjár var nánast ótakmarkað, það flæddi án hindrana á örskotsstundu milli landa og álfa og vextir voru lægri en þeir höfðu verið í heila öld. Þetta lánsfé var m.a. notað til að fjármagna gríðarlegan halla á ríkissjóði Bandaríkjanna og standa undir aukinni neyslu og fjárfestingu almennings í Bandaríkjun­ um sem var hættur að spara. Ódýrt lánsfé streymdi ekki bara til Bandaríkjanna því íslenskir bank­ ar, fyrirtæki og almenningur naut líka góðs af þessu mikla framboði. Það var við þessar aðstæður sem hægrimenn náðu hugmyndafræðilegu forskoti á Íslandi. Kennisetningar um hinn frjálsa markað urðu fyrir­ ferðarmiklar í stjórnmálaumræðunni og áherslan var á að draga úr afskiptum ríkisins á öllum sviðum – ekki síst í viðskiptalífinu. Mark­ aðurinn lyti sínum eigin lögmálum og sæi um sig sjálfur – og raunar allt hitt líka – ef hann fengi að virka ótruflaður. Hér eins og annars staðar voru innleiddir umsvifamiklir fjárhagsleg­ ir hvatar í fyrirtækjarekstri til að auka gróða hluthafa og tekjumögu­ leika stjórnenda og starfsmanna. Skattur á fjármagnstekjur og háar tekjur var lækkaður þar sem hann var talinn vinnuletjandi og draga úr auðsöfnun. Á sama tíma þyngdist skattbyrði lágtekjufólks. Stefán Ólafs­ son prófessor hefur m.a. sýnt fram á það í fjölda greina hvernig Íslandi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.