Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 7
H á s k a l e g o g ó s j á l f b æ r s a m f é l a g s t i l r a u n
TMM 2010 · 1 7
spurningum sem upp komu. Nú var öldin önnur og hægrimenn boðuðu
allsherjarlausn í formi frjálshyggjunnar. Mátti þá einu gilda hvort um
var að ræða efnahagsmál, jafnrétti kynja, menningarmál eða hvað
annað sem varðaði mannlegt samfélag – frjálshyggjan átti svör við öllu
líkt og sósíalisminn áður. Við kölluðum þetta skilgreiningardauða í
Kvennalistanum og neituðum að láta draga okkur í annan hvorn dilk
inn. Þegar Samfylkingin kom fram reyndi hún að feta vandratað einstigi
milli þessara hugmyndakerfa sem frjálslyndur jafnaðarflokkur og
markmið mitt var að standa fyrir hugmyndalegri endurnýjun jafnaðar
manna. Í frægri Borgarnesræðu í febrúar 2003 lagði ég áherslu á að það
væri verkefni flokksins að innleiða í íslenskt samfélag leikreglur hins
frjálslynda lýðræðis, samræður í stað átaka, gagnsæi og jafnræði í
stjórnkerfinu og nýja stofnanamenningu. Þeirri vinnu var haldið áfram
í framtíðarhópi Samfylkingarinnar sem mótaði heildstæða jafnaðar
stefnu byggða á hefðbundnum gildum jafnaðarmanna.
III. Einkavæðing og verðbólur
Samhliða uppgangi frjálshyggjunnar var mikið fjármagn til staðar í
hinu hnattvædda hagkerfi heimsins, m.a. vegna mikils viðskiptaafgangs
hjá kínversku efnahagsrisunum í Asíu. Framboð lánsfjár var nánast
ótakmarkað, það flæddi án hindrana á örskotsstundu milli landa og álfa
og vextir voru lægri en þeir höfðu verið í heila öld. Þetta lánsfé var m.a.
notað til að fjármagna gríðarlegan halla á ríkissjóði Bandaríkjanna og
standa undir aukinni neyslu og fjárfestingu almennings í Bandaríkjun
um sem var hættur að spara.
Ódýrt lánsfé streymdi ekki bara til Bandaríkjanna því íslenskir bank
ar, fyrirtæki og almenningur naut líka góðs af þessu mikla framboði.
Það var við þessar aðstæður sem hægrimenn náðu hugmyndafræðilegu
forskoti á Íslandi. Kennisetningar um hinn frjálsa markað urðu fyrir
ferðarmiklar í stjórnmálaumræðunni og áherslan var á að draga úr
afskiptum ríkisins á öllum sviðum – ekki síst í viðskiptalífinu. Mark
aðurinn lyti sínum eigin lögmálum og sæi um sig sjálfur – og raunar allt
hitt líka – ef hann fengi að virka ótruflaður.
Hér eins og annars staðar voru innleiddir umsvifamiklir fjárhagsleg
ir hvatar í fyrirtækjarekstri til að auka gróða hluthafa og tekjumögu
leika stjórnenda og starfsmanna. Skattur á fjármagnstekjur og háar
tekjur var lækkaður þar sem hann var talinn vinnuletjandi og draga úr
auðsöfnun. Á sama tíma þyngdist skattbyrði lágtekjufólks. Stefán Ólafs
son prófessor hefur m.a. sýnt fram á það í fjölda greina hvernig Íslandi