Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 14
I n g i b j ö r g S ó l r ú n G í s l a d ó t t i r
14 TMM 2010 · 1
Geirs Haarde axli ábyrgðina á hruninu og hann persónulega beri burt
syndir Sjálfstæðisflokksins. Það er álíka viturlegt og að kenna Mikael
Gorbatsjov um hrun Sovétkerfisins.
Í lok níunda áratugar síðustu aldar fylgdumst við með fjörbrotum
hins miðstýrða áætlanabúskapar. Nú horfum við upp á fjörbrot hins
óhefta kapítalisma. Bæði þessi kerfi áttu sér öfluga talsmenn innanlands
og utan, bæði kennimenn og valdsmenn en líka almenna fylgismenn. Ef
við viljum nota hrunið til að koma okkur sem þjóð á réttan kjöl aftur
verðum við að gera upp við þá samfélagstilraun á grundvelli frjálshyggj
unnar sem hér stóð yfir í tæplega tvo áratugi og gerði okkur berskjald
aðri en margar aðrar þjóðir þegar alþjóðlega fjármálakreppan reið yfir.
Þessi tilraun var gerð fyrir atbeina stjórnmálamanna og hugmynda
fræðinga þeirra, með stuðningi fjölmargra kjósenda og þegjandi sam
þykki margra sem ýmist leggja ekki í eða þreytast á að fara gegn
straumnum.
Þetta uppgjör gerir kröfur til þess að við lítum í eigin barm – ein
staklingar, stjórnmálaflokkar, fjölmiðlar, fræðimenn, stofnanir, fyrir
tæki og hreyfingar – og skoðum hvort við áttum beinan þátt í viðhaldi
þessa kerfis með aðgerðum okkar eða óbeinan með aðgerðaleysi okkar
eða meðvirkni. Þetta uppgjör kallar ekki á neinn sálarútaustur eða játn
ingar heldur fyrst og fremst að við séum heiðarleg við okkur sjálf og
stöndum fyrir gagnrýninni en uppbyggilegri umræðu hvert á sínum
vettvangi.
Sjálfstæðisflokkurinn gerði virðingarverða tilraun til að hefja þetta
uppgjör fyrir síðasta landsfund en á þeim sama fundi var lok sett á
umræðuna með eftirminnilegum hætti.22 Framsóknarflokkurinn hefur
sópað allri sinni fortíð undir teppið og einbeitt sér að því að skipta um
fólk í forystunni. Samfylkingin er eins og einstaklingur í nýrri sambúð
sem á gömlu sambúðina enn óuppgerða. Fjölmiðlar hafa enn ekki skilið
til fulls mikilvægi fagmennskunnar og í stað þess að fara í hlutverk
gagnrýnandans eru þeir nú allt í senn rannsakendur, dómarar og böðlar.
Hagfræðingar, viðskiptafræðingar, endurskoðendur og lögfræðingar
eru þögulir sem gröfin um sinn faglega heiður og sömu sögu er að segja
um eftirlitsstofnanir samfélagsins. Allir virðast bíða eftir skýrslu rann
sóknarnefndar Alþingis sem getur vissulega lýst upp vettvanginn en
verður þó aldrei neinn stóridómur um þá samfélagstilraun sem hér fór
fram og mismunandi aðkomu okkar að henni.
Ég geri ráð fyrir að hjá flestum hafi einhvers konar meðvirkni verið
að verki og þar liggi meginskýringin á því hvers vegna heilt samfélag tók
þátt í tilraun af þessari stærðargráðu. Meðvirknin er gríðarlega öflugt