Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 15
H á s k a l e g o g ó s j á l f b æ r s a m f é l a g s t i l r a u n
TMM 2010 · 1 15
tæki og hún fær fólk til að láta ótrúlegustu hluti yfir sig ganga jafnt í
einkalífi sem í opinberu lífi. Það þarf oft mikinn kjark til að horfast í
augu við sjálfan sig og fara eftir því sem röddin í brjóstinu segir þegar
hún er ekki sammála þeim sem hæst láta og hafa undirtökin hverju
sinni. Það er svo þægilegt og áhættulaust að fylgja straumnum, a.m.k.
þegar til skemmri tíma er litið. Og þá vaknar spurningin: Hefur eitthvað
breyst? Erum við skyndilega glaðvakandi gagnvart því sem innri röddin
segir okkur eða erum við ennþá meðvirk og berumst með straumnum
þó með öðrum hætti sé? Á sér stað eitthvert endurmat í íslensku samfé
lagi? Í stjórnmálaflokkunum, fjölmiðlunum, atvinnulífinu? Hvað finnst
okkur í raun og veru? Á hvaða leið vorum við, hvar bar okkur af leið og
hvert viljum við stefna? Viljum við ræða þetta eða ætlum við að láta
okkur nægja að velta okkur upp úr lágkúru fjármálamanna og getuleysi
stjórnmálamanna til að geta síðan snúið aftur, úrvinda, til fyrri lífs
hátta?
Tilvísanir
1 Hannes Hafstein í ræðu 1904 þegar hann var gerður að fyrsta ráðherra heimastjórnar.
2 Heimasíða rannsóknarnefndar Alþingis. http://www.rannsoknarnefnd.is/.
3 Francis Fukuyama: The End of History and the Last Man.
4 Sjá m.a. á heimasíðu Stefáns http://notendur.hi.is/olafsson/.
5 Í tveimur leiðurum í Fréttablaðinu í ágúst 2005 gagnrýndi Guðmundur Magnússon þessa
orðanotkun mína og taldi hana til marks um andstöðu við viðskiptalífið í landinu.
6 Sjá m.a. grein eftir mig í Mbl. þann 4. ágúst 2005, „Hentistefna og helmingaskipti“.
7 Sjá m.a.: Sérefni. Fasteignamarkaður maí 2006 á http://www.arionbanki.is/?PageID=2870.
8 Reikningar lánakerfisins, árslokatölur. Seðlabanki Íslands.
9 Wilhelm H. Buiter og Ann C. Sibert. The Collapse of Iceland’s Banks: The predictable end of a
nonviable buisness model. 30. okt. 2008.
10 Í ræðu á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar 31. mars 2008 sagði ég m.a. að það blasti við
„… að mörg útrásarfyrirtæki hafa farið alltof geyst í skuldsettum fjárfestingum og lagt allt
sitt traust á hagfellda þróun á lánamörkuðum. Þannig hafa þau stjórnast af skammtímasjón
armiðum en látið hjá líða að tryggja sér lánsfjármögnun til langs tíma eða viðunandi eiginfjár
mögnun. Af þessum sökum er íslenska hagkerfið sérlega næmt fyrir þeim miklu umskiptum
sem orðið hafa á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum frá því um mitt ár í fyrra. Og hvar stöndum
við þá?“
11 Wilhelm H. Buiter og Ann C. Sibert. The Icelandic Banking Crisis and what to do about it. 4.
júlí 2008
12 Ræða á ráðstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Seðlabanka Íslands 31. maí 2007: The Challen
ges of Globalisation for Small Open Economies with Independent Currencies.
13 Umræður um efnahagsmál á Alþingi 30. jan. 2007. Sjá líka umræður 5. okt. 2005 og 21. mars
2006.
14 Fréttaskýring í Mbl. 17. nóv. 2007.
15 Í þessu sambandi nægir t.d. að benda á Peningamál, 28. rit. Nóvember 2006.
16 Jafnvægi og framfarir. Ábyrg efnahagsstefna. Ritstjóri: Jón Sigurðsson. Samfylkingin 2007.
17 http://silfuregils.eyjan.is/2007/04/.