Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 41
L o f t s l a g s r á ð s t e f n a S a m e i n u ð u þ j ó ð a n n a
TMM 2010 · 1 41
ekki einungis vísað til þess að iðnríkin beri sögulega ábyrgð á þeirri
mengun sem við er að glíma heldur hafi þau einnig yfir að ráða nauð
synlegri tækniþekkingu og fjármagni sem er forsenda fyrir sjálfbærri
þróun.27 Þá skal haft í huga að efnahagslega séð þurfa þróunarríkin á
ódýrri orku að halda. Til að þau geti nýtt hreina orku og þróast með
sjálfbærum hætti þurfa þau fjárhagslega og tæknilega aðstoð frá iðnríkj
unum.
Í ræðu þáverandi umhverfisráðherra, Sivjar Friðleifsdóttur, um nið
urstöður 7. þings aðildarríkja Rammasamningsins í Marrakesh árið
2001 segir:
Í Marrakesh voru einnig samþykktar ákvarðanir um útfærslu á ákvæðum
Kyotobókunarinnar um tæknilega og fjárhagslega aðstoð við þróunarríkin til
þess að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. Var þar m.a. byggt á yfirlýs
ingu ESBríkjanna, Íslands, Noregs, NýjaSjálands, Sviss og Kanada, í Bonn
í sumar þess efnis að þau væru tilbúin að leggja fram sameiginlega 410 millj
ónir bandaríkjadala eigi síðar en árið 2005 til aðstoðar þróunarríkjunum. Þetta
framlag kemur til viðbótar þeim fjármunum sem þróunarríkin hafa aðgang að í
gegnum Hnattræna umhverfisbótasjóðinn (GEF) og aðra sjóði.28
Þróunarríkin telja sig ekki hafa séð svo mikið sem eitt cent af þeim 410
milljónum Bandaríkjadala sem þeim var lofað í Marrakesh.
Í ofanálag telja þróunarríki að þeim sé ítrekað lofað sömu peningun
um aftur og aftur. Fyrst sem þróunaraðstoð en síðan séu þau fjárfram
lög skorin niður og þeim svo lofað á ný til loftslagsverkefna.29
Samningaviðræður í aðdraganda Kaupmannahafnarfundarins ein
kenndust því af mikilli tortryggni þróunarríkja í garð iðnríkja. Gestgjaf
arnir, Danir, sem stýrðu fundinum, náðu aldrei að ávinna sér trúnað
ríkja þriðja heimsins. Þó var allt reynt af hálfu Evrópusambandsins og
lykilríkja innan þess til að ná samkomulagi við Afríkuríki og aðra hópa
þriðjaheimsríkja svo unnt yrði að þoka málum áfram.
Mörg fátæk þróunarríki standa frammi fyrir gríðarlegum erfiðleik
um í kjölfar loftslagsbreytinga. Ræktarland mun fara undir vatn eftir
því sem yfirborð sjávar hækkar, húsnæði sömuleiðis, beitiland hverfur
og eyðimerkur stækka. Margar þjóðir þriðja heimsins líta svo á að ekki
aðeins þurfi þær að bera mestan kostnað vegna loftslagsbreytinga heldur
sé krafa iðnríkjanna sú að þær haldi aftur af efnahagsþróun; að þeim
verði enn á ný skammtað úr hnefa nýlenduveldanna.