Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 46
Á r n i F i n n s s o n
46 TMM 2010 · 1
18. desember sagði Bandaríkjaforseti að mikilvægasta forsenda þess að
ná tilætluðum árangri væri að skapa traust milli iðn og þróunar
ríkja.41
Ávinningur Kaupmannahafnarþingsins
Á örfáum árum hefur loftslagsvandinn orðið mikilvægasta verkefni
Sameinuðu þjóðanna, fastur liður á fundum G8 og G20ríkja, eitt
helsta umfjöllunarefni fjölmiðla. Þátttaka 115 þjóðarleiðtoga í Kaup
mannahöfn með Kína, Indland, SuðurAfríku og Brasilíu í forustuhlut
verki ásamt Bandaríkjunum og Evrópusambandinu staðfestir enn þá
niðurstöðu Ríóráðstefnunnar að loftslagsbreytingar og þróun hagkerfa
ríkja suðursins verða ekki leyst sitt í hvoru lagi.
Loftslagsbreytingar eru nú eitt helsta viðfangsefni allra ríkja heims.
Almenn umræða og þekking á loftslagsbreytingum – orsökum og
afleiðingum – hefur stóraukist í kjölfar loftslagsþingsins í Kaupmanna
höfn. Frjáls félagasamtök, hagsmunasamtök atvinnulífsins, kirkjur42,
trúfélög og hjálparsamtök hafa með starfi sínu náð til æ fleiri. Í ljósi nýs
bandalags Kína, Indlands, SuðurAfríku og Brasilíu má ætla að lofts
lagsumræðan muni í ríkara mæli tengjast Þúsaldarmarkmiðum Sam
einuðu þjóðanna.43
Í upphafi 6. áratugar síðustu aldar þótti ljóst að alþjóðlegur hafréttur
þjónaði öðrum fremur þeim heimsveldum sem á öldum áður byggðu
útþenslu sína á öflugum flota og gátu þar með stjórnað heimsverslun
inni. Um 30 árum síðar var nýr Hafréttarsáttmáli undirritaður og varð
hann að alþjóðalögum árið 1994. Að sama skapi verður loftslagsvandinn
ekki leystur nema með lagalega bindandi sáttmála á vettvangi Samein
uðu þjóðanna, sem tekur mið af réttlátari skiptingu auðæfa jarðar.
Tilvísanir
1 Forseti Íslands sagði í nýársávarpi sínu þann 1. janúar s.l: „Við erum í fremstu röð ríkja heims
í nýtingu hreinnar orku, jarðvarma og vatnsafls. Veröldin kallar á árangur hliðstæðan þeim
sem hér hefur náðst á undanförnum áratugum. Boðskapurinn frá loftslagsráðstefnunni í
Kaupmannahöfn er að orkubylting og margvísleg landgræðsla verða dagskipun komandi tíma.
Íslenskar rannsóknir, reynsla og þekking verða þá öðrum enn verðmætari.“
2 Til að bæta um betur sagði forsætisráðherra í ávarpi sínu: „En víst er að umgengni okkar um
landið, ásamt hóflegri nýtingu gæða þess, verður sífellt mikilvægara viðfangsefni íslenskra
stjórnmála.“ Málaflokkurinn nálgast þungamiðju íslenskra stjórnmála.
3 Sjá http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1468 og http://www.umhverfisraduneyti.is/
frettir/nr/1530.
4 Sjá grein Svandísar Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, http://www.umhverfisraduneyti.is/
frettir/Ymislegt_forsida/nr/1435. Í fréttatilkynningu frá umhverfisráðuneytinu dags. 18.