Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 58
58 TMM 2010 · 1
Árni Heimir Ingólfsson
Straujárnið og viskíflaskan
Flúxus og framúrstefna í íslenskri tón-
sköpun á sjöunda áratugnum
Tónlistin var seinþroska fyrirbæri í íslenskri menningarsögu. Við upp
haf 20. aldarinnar átti hún sér tæpast tilverurétt ef undanskilinn er
rímnakveðskapur í baðstofum landsmanna, sálmasöngur og harmóní
umspil í sveitakirkjum. Fram yfir miðja öld beindust kraftar tónskálda
og tónlistarflytjenda einkum að því að vinna upp glataðan tíma; hér
þurfti að semja ættjarðarlög og ljóðasöngva í anda Schuberts og Schu
manns (Sigfús Einarsson, Árni Thorsteinson, Sigvaldi Kaldalóns), óra
tóríur með sniði Händels (Björgvin Guðmundsson), orgel verk í anda
Regers (Páll Ísólfsson); þá biðu frumflutnings kynstrin öll af Bach og
Beethoven, svo ekki sé minnst á smærri meistara. Undir slíkum kring
umstæðum var lítið rúm fyrir framúrstefnu; líklega er nær að tala um
afturúrstefnu í tónlistarlífinu fram til 1950 og ekki var annars að vænta
við þær aðstæður sem þá ríktu. Framsæknustu verkin átti Jón Leifs –
ekki síst ómstríðan orgelkonsert og kraftmikla kantötu, Þjóðhvöt – en
þau hljómuðu ekki á Íslandi fyrr en áratugum síðar. Þá höfðu yngri og
róttækari menn rutt brautina og þeim fylgdi bæði nokkur gauragangur
og skiptar skoðanir eins og hér verður rakið.
Atómbombur og aðrar útvarpstruflanir
Í árslok 1959 komu saman nokkrir ungir tónlistarmenn og stofnuðu
samtökin Musica Nova, sem höfðu að markmiði að kynna tónlist ungra
íslenskra höfunda og hvetja þá til frekari dáða, auk þess sem þau áttu að
skapa vettvang fyrir yngri hljóðfæraleikara til að koma fram og reyna
krafta sína. Það var aldrei beinlínis ætlunin að Musica Nova yrðu sam
tök um útbreiðslu nútímatónlistar – „Nova“ í titlinum vísar fremur til
þess að hér var ný kynslóð að hasla sér völl í tónlistarlífinu. Musica Nova
var grasrótarhreyfing og efndi til tónleika á óhefðbundnum stöðum,