Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 62
Á r n i H e i m i r I n g ó l f s s o n 62 TMM 2010 · 1 Bandaríkjanna á sinni tíð og þekktur fyrir kraftmiklar og óhefðbundn­ ar tónsmíðar. Heima fyrir var Leifur ötull talsmaður raðtækninnar. Hann skrifaði greinar um tólftónamúsík í framsækna menningarritið Birting, með skýringum og tóndæmum úr verkum Schönbergs og Jel­ ineks sem vænta má að fáir hafi botnað í að ráði.6 Í heilsíðuviðtali í Tím- anum 1957 lét Leifur í ljós vandlætingu sína gagnvart íhaldssömum smekk þeirra sem skipulögðu tónleikahald á Íslandi. Í stórum dráttum má segja að ekki sé flutt hér eldri músik en verk Bachs, ekki yngri en verk Debussys, en kjarni tónlistarflutningsins sé verk Chopins. Og það er ekki nóg með það að flutt séu verk sömu tónskáldanna ár eftir ár, heldur eru það einnig oftast sömu verkin – og enn þar á ofan eru þau langoftast flutt á sama hljóðfærið, píanó. Hvað myndu bókavinir segja, ef þeim væri gert að lesa sömu bókina ár eftir ár, og það bók, sem rituð var á öldinni sem leið? Ég held, að þá yrði margur eitthvað skrýtinn á svipinn.7 Það var til marks um nýja tíma að Tónlistarfélagið ýtti úr vör tónleika­ röð þar sem einungis skyldi flutt nútímatónlist, og fékk Leif ásamt fleiri ungum og áhugasömum mönnum sér til ráðgjafar um hvaða verk skyldi leika.8 Tónleikaröðin varð ekki langlíf en líklega varð hún þó að ein­ hverju leyti kveikjan að því að Musica Nova varð til aðeins tveimur árum síðar. Kammerverk Leifs, Afstæður fyrir píanótríó (1960) og Mósaik fyrir fiðlu og píanó (1961), má telja fyrstu fullgerðu íslensku stofutónlistina í þessum stíl, með skörpum dýnamískum andstæðum og hnitmiðuðu tónmáli í anda seinni Vínarskólans. Bæði fengu þau einkar lofsamlega krítík í New York Times eftir tónleika þar í borg síðla árs 1961, en heldur fór minna fyrir lofrullunum hérlendis.9 Jón Þórarinsson ritaði um Epi- taph, fimm mínútna verk sem flutt var á tónleikum Sinfóníuhljómsveit­ arinnar 1964, að hann væri hreinlega ekki dómbær á verk fyrrum nem­ anda síns, til þess væri stíllinn of fjarlægur þeim sem hann sjálfur kenndi. „Ég efa ekki, að það muni vera vel og hugvitssamlega samið eftir þeim reglum, sem höfundurinn hefir sett sér – eða látið setja sér. – En það orkar ekki á mig sem músik.“10 Þegar Sinfónía Leifs var leikin í Háskólabíói sama ár, þótti gagnrýnanda Tímans hún „dauðhreinsuð af flestu því er nefna mætti lifandi músik, og þótt „logik“ og „teoríu“ sé raðað saman af hugviti leysir það heldur ekki allan vanda“.11 Fjölnir Stefánsson var afkastaminnstur þremenninganna, en þó liggja eftir hann nokkur athyglisverð verk frá þessum árum. Hann hafði numið í Lundúnum hjá Mátyás Seiber, ungversku tónskáldi sem einnig
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.