Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 64
Á r n i H e i m i r I n g ó l f s s o n 64 TMM 2010 · 1 blaðinu harmaði hann að þýðingarmikil byrjunarskref framtíðartónlist­ arinnar hefðu verið stigin í Amsterdam, Köln, Mílanó, París, Stokk­ hólmi og í hljóðverum bandarískra háskóla, en ekki á Íslandi. Hvert hefur verið framlag okkar til hins unga í heiminum? Metnaður vegna gam­ alla afreka. Við erum að láta tækifærið til að taka þátt í merkilegri þróun vest­ rænnar tónlistar ganga úr greipum okkar orðalaust, – tækifærið til að móta ung ómandi sjónarmið. Hryggilegt væri að lesa í söguritum framtíðarinnar: Lýðveldið unga lokaði úti allan nýgræðing og blásin menningarholtin báru elli svip.14 Tveimur árum síðar hvatti Þorkell enn til þess að hér yrði stofnuð „vinnu stofa fyrir rafmagnstónlist“ þar sem hægt yrði að semja áhrifa­ mikinn kafla í tónlistarsögu heimsins, og jafnvel afla dýrmætra tekna í þjóðarbúið, með tiltölulega litlum tilkostnaði.15 Heldur hlaut sú tillaga dræmar undirtektir og sannarlega var aðstöðuleysið í elektrónískum tónsmíðum tilfinnanlegt. Þó hefur allt tvær hliðar. Það að hér var engin háskóladeild í tónlist þýddi að ekki var hægt að festast í fílabeinsturnum eins og mörg tónskáld vestanhafs, til dæmis Milton Babbitt í hátækni­ verinu í Princeton sem vakti öfund margra raftónskálda. Og þótt Þorkell fetaði sjálfur aðra braut mörkuðu Leikar 3 spor í íslenskri tónlistarsögu og urðu Magnúsi Blöndal hvati og innblástur. Magnús var tilraunaglaður að eðlisfari og í tónsköpun hans má greina barnslega forvitni jafnframt aga og kröfuhörku listamannsins. Í fyrsta hreina elektróníska verki hans, Constellation (Samstirni, 1961), skapar hann töfraheim úr frumstæðum hljóðlindum: sínustónar, cymbalhljóð, taktmælir sem slær ýmist hægt eða hratt, veikt eða sterkt, raddir Krist­ ínar Önnu Þórarinsdóttur og Þuríðar Pálsdóttur, orgeltónar og hljóð sem myndast þegar lok er tekið af pappahólkinum sem geymdi tón­ sprota í eigu Ríkisútvarpsins. Þótt upphafið sé varfærnislegt – sínustónn sem byrjar úr engu en vex stöðugt í styrk – kemur margt á óvart og líklegt að þeir hrökkvi við sem heyra verkið í fyrsta sinn, ekki síst þrum­ andi málmgjöll (2:27) og snörp suðhljóð (2:50 og 3:19). Sjálfur meistar­ inn, Karlheinz Stockhausen, kynnti verkið í þætti sínum í Kölnarút­ varpinu og þar fékk Magnús þann áheyrendahóp sem hann verðskuld­ aði. Það vakti aðdáun Stockhausens hve sterk áhrif tónskáldinu tókst að laða fram úr efniviði sem lætur svo lítið yfir sér. Þröngar tæknilegar skorður neyddu hann til að leita annarra leiða í frumleika en tónskáldin á meginlandinu.16 Elektrónísk stúdía og Samstirni ruddu merka braut en þau fengu litla umfjöllun á síðum dagblaðanna. Jón Leifs sagði um það fyrrnefnda að það þyrfti að meta sem „tilraun og leit að frumstæðum rótum“ en
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.