Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 65
S t r a u j á r n i ð o g v i s k í f l a s k a n
TMM 2010 · 1 65
tækjabúnaðurinn væri enn of frumstæður. Þó var hann jákvæður í garð
hinnar nýju listar og taldi elektróníkina geta leitt af sér „víkkun á heyrn
manna“.17 Ekki voru allir á sama máli og næsta verk Magnúsar, Punktar
fyrir hljómsveit og segulband (1962), var eins konar succès de scandale
við frumflutninginn í Háskólabíói. Hér sótti hann innblástur utan tón
listarinnar sjálfrar. Hljómfall verksins byggist á afstöðu 12 punkta sem
mynda geómetríska mynd, og framvindan er háð breytingum sem
myndin tekur á sig. Eins og í kammerverkinu frá því þremur árum áður
heldur Magnús raftónlist og hljóðfæraslætti aðskildum þannig að
elektróníkin verður eins og innskot, annarlegt millispil úr fjarlægum
heimi.18 Í verkinu getur að heyra merki um nýjan áhrifavald á tónlist
Magnúsar. Honum var boðið á tónlistarhátíðina Haust í Varsjá sem
fram fór í september 1961, og þar kynntist hann tónlist eftir pólska höf
unda sem stóðu framarlega í nýrri tónsköpun, ekki síst Krzysztof
Penderecki sem hafði vakið mikla athygli fyrir Harmljóð fyrir fórnar-
lömb Hiroshima (1960).19 Í Punktum minna þéttir tónklasar og kvart
tónar í hljómsveitarleiknum um margt á verk pólska höfundarins, en
eldri áhrifa gætir eftir sem áður í öðrum þáttum verksins.
Jón Þórarinsson fór mikinn í umfjöllun sinni um Punkta í Morgun-
blaðinu, benti á að nótnapappír og músík væri sitthvað og að punkta
mynd höfundarins yrði ekki yfirfærð á svið tónanna svo að skiljanlegt
yrði. Skiptin milli hljómsveitar og hátalara þóttu honum „ákaflega
afkáraleg“ og hann staðhæfði að verk Magnúsar væri „rúið flestum
þeim eiginleikum, sem að almennu mati – og ekki endilega íhaldssömu
– gera muninn á músík og venjulegum hávaða.“20 Unnur Arnórsdóttir
tók í sama streng í Tímanum og taldi varla of sterkt að orði kveðið „þótt
sagt sé að varla þoli þessi verk nánari kynni“.21
Ekki tók betra við. Árið 1963 samdi Magnús Sonorities fyrir píanó,
fjögurra blaðsíðna verk þar sem fleira er notað til tónmyndunar en
nótnaborðið sjálft. Slegið er beint á strengina með hnúunum og þeir
stroknir með flötum lófum, leikið með tré og járnsleglum á strengina
auk þess sem tónklasar koma nokkrum sinnum fyrir þegar píanistinn
lemur á nótnaborðið með höndum eða jafnvel handleggjunum öllum.
Þegar Þorkell Sigurbjörnsson frumflutti verkið á Hótel Borg sumarið
1964 var því fálega tekið, jafnvel af þeim sem höfðu annars tekið afstöðu
með hinni nýju list. Leifi Þórarinssyni þótti tónsmíðin hvorki veigamik
il né merkileg, formið fannst honum „of sundurlaust og „tilraunirnar“
með tónbreytingar þar af leiðandi þreytandi og næsta óskemmtilegar“.22
Rögnvaldur Sigurjónsson var fremsti píanisti landsins á þeirri tíð og því
var mark tekið á umsögn hans. Hann hafði allt á hornum sér, taldi varla