Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Qupperneq 65

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Qupperneq 65
S t r a u j á r n i ð o g v i s k í f l a s k a n TMM 2010 · 1 65 tækjabúnaðurinn væri enn of frumstæður. Þó var hann jákvæður í garð hinnar nýju listar og taldi elektróníkina geta leitt af sér „víkkun á heyrn manna“.17 Ekki voru allir á sama máli og næsta verk Magnúsar, Punktar fyrir hljómsveit og segulband (1962), var eins konar succès de scandale við frumflutninginn í Háskólabíói. Hér sótti hann innblástur utan tón­ listarinnar sjálfrar. Hljómfall verksins byggist á afstöðu 12 punkta sem mynda geómetríska mynd, og framvindan er háð breytingum sem myndin tekur á sig. Eins og í kammerverkinu frá því þremur árum áður heldur Magnús raftónlist og hljóðfæraslætti aðskildum þannig að elektróníkin verður eins og innskot, annarlegt millispil úr fjarlægum heimi.18 Í verkinu getur að heyra merki um nýjan áhrifavald á tónlist Magnúsar. Honum var boðið á tónlistarhátíðina Haust í Varsjá sem fram fór í september 1961, og þar kynntist hann tónlist eftir pólska höf­ unda sem stóðu framarlega í nýrri tónsköpun, ekki síst Krzysztof Penderecki sem hafði vakið mikla athygli fyrir Harmljóð fyrir fórnar- lömb Hiroshima (1960).19 Í Punktum minna þéttir tónklasar og kvart­ tónar í hljómsveitarleiknum um margt á verk pólska höfundarins, en eldri áhrifa gætir eftir sem áður í öðrum þáttum verksins. Jón Þórarinsson fór mikinn í umfjöllun sinni um Punkta í Morgun- blaðinu, benti á að nótnapappír og músík væri sitthvað og að punkta­ mynd höfundarins yrði ekki yfirfærð á svið tónanna svo að skiljanlegt yrði. Skiptin milli hljómsveitar og hátalara þóttu honum „ákaflega afkáraleg“ og hann staðhæfði að verk Magnúsar væri „rúið flestum þeim eiginleikum, sem að almennu mati – og ekki endilega íhaldssömu – gera muninn á músík og venjulegum hávaða.“20 Unnur Arnórsdóttir tók í sama streng í Tímanum og taldi varla of sterkt að orði kveðið „þótt sagt sé að varla þoli þessi verk nánari kynni“.21 Ekki tók betra við. Árið 1963 samdi Magnús Sonorities fyrir píanó, fjögurra blaðsíðna verk þar sem fleira er notað til tónmyndunar en nótnaborðið sjálft. Slegið er beint á strengina með hnúunum og þeir stroknir með flötum lófum, leikið með tré­ og járnsleglum á strengina auk þess sem tónklasar koma nokkrum sinnum fyrir þegar píanistinn lemur á nótnaborðið með höndum eða jafnvel handleggjunum öllum. Þegar Þorkell Sigurbjörnsson frumflutti verkið á Hótel Borg sumarið 1964 var því fálega tekið, jafnvel af þeim sem höfðu annars tekið afstöðu með hinni nýju list. Leifi Þórarinssyni þótti tónsmíðin hvorki veigamik­ il né merkileg, formið fannst honum „of sundurlaust og „tilraunirnar“ með tónbreytingar þar af leiðandi þreytandi og næsta óskemmtilegar“.22 Rögnvaldur Sigurjónsson var fremsti píanisti landsins á þeirri tíð og því var mark tekið á umsögn hans. Hann hafði allt á hornum sér, taldi varla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.