Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Qupperneq 67
S t r a u j á r n i ð o g v i s k í f l a s k a n
TMM 2010 · 1 67
Darmstadt og varð þar ekki síður fyrir áhrifum en hinn íslenski kennari
hans nokkrum árum fyrr.
Á sjötta áratugnum hafði orðið til ný hreyfing róttækra listamanna
sem kennd var við flúxus. Latneska orðið merkir flæði og list þeirra átti
að hreinsa listalífið af markaðsmenningu, stofnanalist og smáborgara
sýki. Þeir sem aðhylltust slíkar skoðanir voru gjarnir á að nota óhefð
bundna hljóðgjafa í verkum sínum eða jafnvel brjóta upp listaverkshug
takið með öllu. Listaverk þurfti ekki að samanstanda af öðru en stutt
orðum leiðbeiningum til flytjandans um að framkvæma ákveðinn
gjörning; í Composition 1960 no. 10 eftir LaMonte Young er flytjand
anum gert að teikna beina línu og fylgja henni. Atli Heimir kynntist
flúxusfólki í Þýskalandi og hreifst mjög af hugmyndum þess. Hann var
óþreytandi við að skýra hinn nýja þankagang fyrir vantrúuðum löndum
sínum og tók um leið upp hanskann fyrir þau íslensku tónskáld sem
höfðu þegar skipað sér í fremstu röð framúrstefnunnar, ritaði til dæmis
grein um Sonorities í Birting – þar sem hann hafði tekið sæti í ritstjórn
– og lofaði frumleika Magnúsar Blöndal Jóhannssonar í hástert. Atli
minnti á að hljóðfæri væri ekki annað en hljóðgjafi, og „hver kynslóð
tónskálda hefur notað þau eftir sínu höfði, og ekki hafa tónskáld
nútímans búið til þessi hljóðfæri sem þau verða að notast við, hvað þá
heldur haft áhrif á það hvernig þessi hljóðfæri voru notuð áður fyrr og
því fáránlegt að ætlast til að tónskáld í dag noti sömu hljóðfæri á sama
hátt og kollegar þeirra fyrir hundrað árum“.26
Á unglingsárum hafði Atli samið sönglög sem annað slagið hljómuðu
á öldum ljósvakans, en eiginlegt debút sem útlært tónskáld átti hann á
tónleikum Musica Nova í Súlnasal Hótel Sögu 24. mars 1963. Þar var
frumflutt verkið Hlými sem tók um 20 mínútur í flutningi, samið fyrir
11 hljóðfæri og þótti nýnæmi að nokkrum þeirra í fátæklegri hljóð færa
flóru Reykjavíkur: klukkuspil, sílafónn, marimba, selesta og harpa.
Verkið var tiltölulega nýtt, samið í Köln í október og nóvember árið áður
og flutt þar áður en að tónleikunum á Íslandi kom. Sjálf nafngiftin var
nýstárleg, dregin af orðinu hljómur. Atli Heimir hitti oft á falleg og
frumleg heiti á verkum sínum: Mengi, Seimur, Hjakk, Klif, Ferli, svo
aðeins séu tekin nokkur dæmi frá sjöunda áratugnum. Samkvæmt lýs
ingu höfundar var niðurröðun efnisins í Hlými „bæði samanþjöppuð og
gisin, þ.e. sagt eins mikið og unnt er á sem stytztum tíma – sagt eins lítið
og unnt er á sem mestum tíma.“27 Þessi lýsing segir raunar ekki sérlega
margt og alls ekki það sem líklegast var til að fara fyrir brjóstið á ein
hverjum, að í verkinu notaði Atli vægast sagt fátíða hljóðgjafa. Enda brá