Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 68

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 68
Á r n i H e i m i r I n g ó l f s s o n 68 TMM 2010 · 1 svo við að tónleikarnir urðu efni á baksíður blaða, meðal annars Tímans þar sem mátti lesa eftirfarandi lýsingu: Þeir sem sátu hægra megin við hljómsveitarpallinn, veittu því fljótlega athygli, að skólpfata var látin standa á pallskörinni, þar sem lítið bar á. Þá mátti sjá tvær viskíflöskur bundnar inn í plastpoka og stóðu upp á borði þar hjá skólpfötunni. Sumir litu þetta grunsemdaraugum, enda kom á daginn, að flöskurnar og fatan höfðu hlutverki að gegna. Slagverksleikarinn þreif fötuna og lét hana upp á borðið, þegar flutningurinn átti að hefjast, tók aðra flöskuna og lét við hliðina á fötunni, en stakki hinni undir borðið. Á réttum stað gaf stjórnandinn bendingu, og slagverksleikarinn þreif klaufhamar og braut flöskuna ofan í fötuna. Súlnasalurinn var þvínær fullsetinn virðulegu fólki, sem rak upp stór augu, þegar flaskan small, en mörgum stökk ekki bros. Þetta er víst nokkuð praktíserað í nútímatónlist, að brjóta flöskur og þess háttar, og vonandi hefur enginn farið móðgaður af þessum annars skemmtilegu tónleikum.28 Blaðamaður Tímans hafði uppi á Jóni Leifs til að spyrja um álit hans á verkinu; á þessum sömu tónleikum átti hann tónsmíð fyrir einleiks­ hörpu sem var eins og saklaust ungbarnahjal í samanburði. Jón, sem hafði löngum vakið eftirtekt fyrir hávaðasamar tónsmíðar, tók nú upp hanskann fyrir yngri starfsbróður sinn og lýsti fullri samstöðu með grallaraskapnum: „Brothljóðið í flöskunni var ekki nærri nógu hátt. Ég hefði viljað heyra meiri smell.“ Tónlistardómar voru raunar fremur vin­ gjarnlegir og eins og enginn hafi viljað dæma unga tónskáldið of harka­ lega fyrir fyrsta ópusinn. Unnur Arnórsdóttir kvað fulla ástæðu til að vænta mikils frá hendi höfundarins í framtíðinni, en virtist á báðum áttum þegar að því kom að lýsa eigin upplifun: „Um þetta verk getur maður hvorki tekið sér orðið fallegt eða skemmtilegt í munn, en þó geta fráleitustu hlutir snert hlustandann á vissan hátt.“29 Ríkisútvarpið fékkst þó ekki til að hljóðrita Hlými og Morgunblaðið birti bæði skop­ mynd og gamanvísu um tónskáldið unga.30 Atli Heimir hafði ekki sagt sitt síðasta í glímunni við Hlými. Síðar breytti hann verkinu allnokkuð og stýrði Sinfóníuhljómsveit Íslands í flutningi þess á Tónlistarhátíð Norðurlanda haustið 1967. Þá sagði hann verkið bera „fyrst og fremst svip þess tíma sem það var samið á og þeirra manna sem ég umgekkst þá mest í tónlistarheiminum, þ.e. kennara minna úti í Þýskalandi. Ég mundi ekki semja svona verk í dag.“31 En þótt höfundurinn hefði þróast í aðrar áttir voru áheyrendur gáttaðir sem fyrr. Halldór Haraldsson nefndi í dómi sínum að kliður og spenningur hefðu farið um salinn á undan flutningnum, „rétt eins og þarna ætti að færa upp eins konar Vorblót í annað sinn!“.32 Unni Arnórsdóttur þótti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.