Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 71
S t r a u j á r n i ð o g v i s k í f l a s k a n
TMM 2010 · 1 71
Ýmsum mun finnast þetta verk mitt undarlegt og
jafnvel lýsa klikkun á háu stigi, en kannske eru aðrir
sem segja eins og Pólóníus gamli í Hamlet
Þó orð hans lýsi æði – þá er samt skynsemi í þeim.35
Tónlistardómarar voru tregir til að gera orð Pólóníusar að sínum eigin.
Jóni S. Jónssyni þótti verkið bera vott um ofmetnað höfundarins:
Tónskáldið telst til hóps þeirra listamanna sem álíta að allt sem þeim dettur í
hug sé stórkostlegt og guðdómlegt og sömuleiðis að það sé lífsnauðsynlegt að
brjótast undan oki einræðisherranna á sviði tónsköpunar síðustu 10 aldirnar.
… Allt sem þér lesandi góður, gæti dottið í hug að væri einhvers virði fyrir þá
sem tónsmiði, mundu þeir óðar flokka undir Fjötra. „Listin á að vera frjáls“
mundu þeir segja þér, „og við áskiljum okkur rétt til að setja okkur eigin reglur
um listsköpun“.36
Gagnrýnandanum þótti þetta fögur hugsjón en taldi að hún gæti aldrei
átt sér stað í veruleikanum, því að hver ákvörðun tónskáldsins væri
umvafin „fjötrum sem hann hefur engin tök á að losna undan“. Honum
þótti frumlegheitin í Fönsun helst opinberast í þrennu: að hljóðfæraleik
ararnir tóku sér sæti á mismunandi tíma, hluti þeirra yfirgaf salinn í
miðju verki, og hljóðfæraleikari „fitlaði við strengi slaghörpunnar með
berum höndum og ýmsum verkfærum“. Rögnvaldur Sigurjónsson full
yrti að Fönsun ætti ekkert skylt við músík, „en mér er spurn: Hvað átti
þetta þá að vera?“37 Leifur Þórarinsson kvað tónsmíðina hafa vakið
„talsverðan úlfaþyt meðal áheyrenda, sem ekki vissu almennilega hvað
an á sig stóð veðrið en töldu þó helzt, að meiri háttar grín væri á ferðinni
sem og er ekki fjarri sanni. Verk þetta er hins vegar ekki þess eðlis, að
frumflutningur þess geti með nokkru móti heppnazt að höfundinum
fjarstöddum.“38
Slíkar umsagnir hlutu að kalla á viðbrögð þeirra sem hlut áttu að
máli. Í viðtali við Þjóðviljann fáeinum vikum síðar sagði Atli Heimir
stærstan hluta þess sem skrifað hefði verið um verk sitt vera órökstudda
sleggjudóma og harmaði að allar nýjungar 20. aldarinnar í tónlist hefðu
farið fram hjá Íslendingum. Blaðamaðurinn gerði góðlátlegt grín að
uppátækjum höfundarins og spurði hvort sérstakur blær væri í strau
járnum, en tónskáldið lét það lítt á sig fá og svaraði neitandi. „Mergurinn
málsins er, að mig vantaði þungan málmhlut til að leggja á strengina,
það gefur alveg sérstakan blæ, sem mér var nauðsynlegur. Nú, straujárn
er þungur málmhlutur – auðvelt að verða sér úti um það, og þar að auki
hefur það handfang. Það er mesti misskilningur að það sé eitthvað nýtt,