Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 71
S t r a u j á r n i ð o g v i s k í f l a s k a n TMM 2010 · 1 71 Ýmsum mun finnast þetta verk mitt undarlegt og jafnvel lýsa klikkun á háu stigi, en kannske eru aðrir sem segja eins og Pólóníus gamli í Hamlet Þó orð hans lýsi æði – þá er samt skynsemi í þeim.35 Tónlistardómarar voru tregir til að gera orð Pólóníusar að sínum eigin. Jóni S. Jónssyni þótti verkið bera vott um ofmetnað höfundarins: Tónskáldið telst til hóps þeirra listamanna sem álíta að allt sem þeim dettur í hug sé stórkostlegt og guðdómlegt og sömuleiðis að það sé lífsnauðsynlegt að brjótast undan oki einræðisherranna á sviði tónsköpunar síðustu 10 aldirnar. … Allt sem þér lesandi góður, gæti dottið í hug að væri einhvers virði fyrir þá sem tónsmiði, mundu þeir óðar flokka undir Fjötra. „Listin á að vera frjáls“ mundu þeir segja þér, „og við áskiljum okkur rétt til að setja okkur eigin reglur um listsköpun“.36 Gagnrýnandanum þótti þetta fögur hugsjón en taldi að hún gæti aldrei átt sér stað í veruleikanum, því að hver ákvörðun tónskáldsins væri umvafin „fjötrum sem hann hefur engin tök á að losna undan“. Honum þótti frumlegheitin í Fönsun helst opinberast í þrennu: að hljóðfæraleik­ ararnir tóku sér sæti á mismunandi tíma, hluti þeirra yfirgaf salinn í miðju verki, og hljóðfæraleikari „fitlaði við strengi slaghörpunnar með berum höndum og ýmsum verkfærum“. Rögnvaldur Sigurjónsson full­ yrti að Fönsun ætti ekkert skylt við músík, „en mér er spurn: Hvað átti þetta þá að vera?“37 Leifur Þórarinsson kvað tónsmíðina hafa vakið „talsverðan úlfaþyt meðal áheyrenda, sem ekki vissu almennilega hvað­ an á sig stóð veðrið en töldu þó helzt, að meiri háttar grín væri á ferðinni sem og er ekki fjarri sanni. Verk þetta er hins vegar ekki þess eðlis, að frumflutningur þess geti með nokkru móti heppnazt að höfundinum fjarstöddum.“38 Slíkar umsagnir hlutu að kalla á viðbrögð þeirra sem hlut áttu að máli. Í viðtali við Þjóðviljann fáeinum vikum síðar sagði Atli Heimir stærstan hluta þess sem skrifað hefði verið um verk sitt vera órökstudda sleggjudóma og harmaði að allar nýjungar 20. aldarinnar í tónlist hefðu farið fram hjá Íslendingum. Blaðamaðurinn gerði góðlátlegt grín að uppátækjum höfundarins og spurði hvort sérstakur blær væri í strau­ járnum, en tónskáldið lét það lítt á sig fá og svaraði neitandi. „Mergurinn málsins er, að mig vantaði þungan málmhlut til að leggja á strengina, það gefur alveg sérstakan blæ, sem mér var nauðsynlegur. Nú, straujárn er þungur málmhlutur – auðvelt að verða sér úti um það, og þar að auki hefur það handfang. Það er mesti misskilningur að það sé eitthvað nýtt,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.