Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 72

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 72
Á r n i H e i m i r I n g ó l f s s o n 72 TMM 2010 · 1 að margvíslegur tónblær sé framleiddur á eitt hljóðfæri, strengi eða blás­ ara.“39 Á tónleikum Musica Nova í Lindarbæ í febrúar 1965 fengu lands­ menn að heyra Fönsun I fyrir tíu hljóðfæraleikara, á tónleikum sem tónskáldið sjálft bar hitann og þungann af, stjórnaði bæði eigin verki og tónsmíðum eftir Evangelisti, Feldman og Cardew, auk þess sem hann fetaði í fótspor Þorkels og spreytti sig á Sonorities Magnúsar á flygilinn. Í Fönsun I var spilað á bambusstangir hengdar á spýtu, japanskar gler­ klukkur, málmþynnur og margt fleira sem kom mönnum torkennilega fyrir bæði sjónir og eyru; þar var lítið um styrkleikabreytingar og eng­ inn fastur hrynur. Atli sagðist í verkinu hafa viljað forðast að setja saman atburði, sem ég myndi kalla, þ.e.a.s. stef, laglínur eða mótív, þaðan af síður hljóðfærablæ, eða einhvern ákveðinn takt, semsagt ekki að setja saman atburði, heldur miklu fremur að reyna að búa til eitthvert ástand, eitthvert fljót­ andi ástand sem að væri þannig að engir sérstakir atburðir yrðu greindir … það er eins og maður leggi af stað einhvers staðar frá og labbi síðan í gegnum einhverja hljómþoku og komi út úr henni einhvers staðar allt annars staðar, án þess að hafa eiginlega greint á leiðinni neinar sérstakar breytingar í landslagi, vegna þokunnar. Upphaflega vakti fyrir mér … að gera verk sem er á mörkum mannlegrar heyrnar, sem væri það veikt að maður greindi ekki hvenær þögn er og hvenær hljóð er. 40 Fíngerð klukkna­ og bambushljóðin voru að sögn höfundar hugsuð sem eins konar „nálastungur í þögnina, en nær því varla sem maður myndi kalla hljóð sem maður færi að hugsa um sem músík“. Slíkt verk hlaut að vekja eftirtekt og furðu. Þorkell Sigurbjörnsson kvað í dómi sínum óhætt að fullyrða að einskis annars verks á efnis­ skránni hafi verið beðið með þvílíkri eftirvæntingu og Fönsunar I.41 Annað verk á tónleikunum vakti þó ekki síður athygli, Octet ’61 eftir fyrrum aðstoðarmann Stockhausens, breska tónskáldið Cornelius Cardew. Þorkell Sigurbjörnsson lýsti tónsmíðinni sem miklum kátínu­ vaka: Þar gerðust hin mestu ólíkindi á meðan Atli spilaði, kveikt var á útvarpi, kvenmaður spígsporaði upp á svið og ruddi út úr sér óskiljanlegum orðaflaumi, berserkur skarkaði í fortjaldinu, og þá vaknaði endurminningin um það (að tjaldabaki) þegar huggulegir aldamótavalsar voru og hétu. Þetta verður örugg­ lega samkvæmisleikur ársins. Ekki tóku allir gjörningnum jafn fagnandi. Unnur Arnórsdóttir sagði erfitt að gera sér grein fyrir hver tilgangurinn með slíkum tónsmíðum sem Fönsun I væri og fullyrti að efnisskráin í heild væri „ein sú lakasta,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.