Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 72
Á r n i H e i m i r I n g ó l f s s o n
72 TMM 2010 · 1
að margvíslegur tónblær sé framleiddur á eitt hljóðfæri, strengi eða blás
ara.“39
Á tónleikum Musica Nova í Lindarbæ í febrúar 1965 fengu lands
menn að heyra Fönsun I fyrir tíu hljóðfæraleikara, á tónleikum sem
tónskáldið sjálft bar hitann og þungann af, stjórnaði bæði eigin verki og
tónsmíðum eftir Evangelisti, Feldman og Cardew, auk þess sem hann
fetaði í fótspor Þorkels og spreytti sig á Sonorities Magnúsar á flygilinn.
Í Fönsun I var spilað á bambusstangir hengdar á spýtu, japanskar gler
klukkur, málmþynnur og margt fleira sem kom mönnum torkennilega
fyrir bæði sjónir og eyru; þar var lítið um styrkleikabreytingar og eng
inn fastur hrynur. Atli sagðist í verkinu hafa viljað forðast að
setja saman atburði, sem ég myndi kalla, þ.e.a.s. stef, laglínur eða mótív, þaðan
af síður hljóðfærablæ, eða einhvern ákveðinn takt, semsagt ekki að setja saman
atburði, heldur miklu fremur að reyna að búa til eitthvert ástand, eitthvert fljót
andi ástand sem að væri þannig að engir sérstakir atburðir yrðu greindir …
það er eins og maður leggi af stað einhvers staðar frá og labbi síðan í gegnum
einhverja hljómþoku og komi út úr henni einhvers staðar allt annars staðar, án
þess að hafa eiginlega greint á leiðinni neinar sérstakar breytingar í landslagi,
vegna þokunnar. Upphaflega vakti fyrir mér … að gera verk sem er á mörkum
mannlegrar heyrnar, sem væri það veikt að maður greindi ekki hvenær þögn er
og hvenær hljóð er. 40
Fíngerð klukkna og bambushljóðin voru að sögn höfundar hugsuð sem
eins konar „nálastungur í þögnina, en nær því varla sem maður myndi
kalla hljóð sem maður færi að hugsa um sem músík“.
Slíkt verk hlaut að vekja eftirtekt og furðu. Þorkell Sigurbjörnsson
kvað í dómi sínum óhætt að fullyrða að einskis annars verks á efnis
skránni hafi verið beðið með þvílíkri eftirvæntingu og Fönsunar I.41
Annað verk á tónleikunum vakti þó ekki síður athygli, Octet ’61 eftir
fyrrum aðstoðarmann Stockhausens, breska tónskáldið Cornelius
Cardew. Þorkell Sigurbjörnsson lýsti tónsmíðinni sem miklum kátínu
vaka:
Þar gerðust hin mestu ólíkindi á meðan Atli spilaði, kveikt var á útvarpi,
kvenmaður spígsporaði upp á svið og ruddi út úr sér óskiljanlegum orðaflaumi,
berserkur skarkaði í fortjaldinu, og þá vaknaði endurminningin um það (að
tjaldabaki) þegar huggulegir aldamótavalsar voru og hétu. Þetta verður örugg
lega samkvæmisleikur ársins.
Ekki tóku allir gjörningnum jafn fagnandi. Unnur Arnórsdóttir sagði
erfitt að gera sér grein fyrir hver tilgangurinn með slíkum tónsmíðum
sem Fönsun I væri og fullyrti að efnisskráin í heild væri „ein sú lakasta,