Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Qupperneq 73
S t r a u j á r n i ð o g v i s k í f l a s k a n
TMM 2010 · 1 73
sem Musica Nova hefur haft með höndum, og vonandi kveður við
annan tón næst, svo áheyranda verði ekki léttir af að komast út og fá það
staðfest, að Esjan var enn á sínum stað, og að það var dýrðlegt að anda
að sér venjulegu lofti, og bezt að vera bara ósköp hversdagsleg mann
eskja.“42
Atli tók viðtökunum með ró og hélt áfram að setja saman tóna með
sínum óhefðbundna hætti. Hann ritaði pistil í Birting þar sem hann
kvaðst almennt gefa lítið fyrir að eiga listræna samleið með íhaldssöm
um gagnrýnendum: „Sumir álíta að þeir séu misskildir af því að þeir
njóta ekki almennrar viðurkenningar. Mér finnst ég ekki vera misskil
inn þó ýmsir skammi mig. Það er til fólk, sem mér er ekki um að vera
sammála. Og meðan það er á móti mér, þá skilur það mig rétt.“43 Í
útvarpsviðtali við Þorkel Sigurbjörnsson vorið 1970 sagðist Atli yfirleitt
ekkert hugsa um áheyrendur þegar hann semdi tónverk sín.
Því smekkur manna er ákaflega misjafn og margbreytilegur, og ef maður ætlaði
að reyna að finna eitthvert meðaltal af honum, þá er ég hræddur um að maður
væri kominn út í ógöngur. Og þar að auki er það smekkur hóps fólks, og hann er
yfirleitt eins og hópsálin; eiginleikar hópsins eru yfirleitt verri heldur en þeirra
einstaklinga sem setja þennan hóp saman. Þess vegna held ég að það sé alls ekki
hægt, það sé bara tæknilega ekki mögulegt að taka neitt tillit til þess sem að
áheyrendur kynnu að vilja. Ég held að maður viti ekkert um það. Það einasta
sem maður hefur það er manns eigin listræna samviska, og maður hefur sinn
eigin smekk, reynir að hafa hann eins góðan eins og hægt er, og reynir að vanda
þetta náttúrlega eftir föngum. Ég held að það sé bara ekki mögulegt að finna
neinn meðalsmekk.44
En þótt tónskáldið léti undirtektirnar sér í léttu rúmi liggja höfðu þær
eigi að síður áhrif á framhaldið. Fönsun II og Fönsun IV, sem Atli Heim
ir sagði í samtali við blaðamann Þjóðviljans í aðdraganda tónleikanna
1965 að yrðu flutt innan skamms, hafa aldrei hljómað á tónleikum.45
Tónskáldið hefur þetta að segja um viðbrögð gagnrýnenda, nú þegar
áratugir eru liðnir: „Þeim fannst þetta ekki fallegt, og það er þeirra full
komni réttur. En svo byrja menn að reyna að þagga niður það sem þeim
líkar ekki. Það verður allt að fá að heyrast. Mér fannst alltaf að það væri
nú ekki svo mikið mál þótt eitthvað væri flutt einu sinni og síðan ekki
söguna meir.“46
Eitt af einkennum hinnar nýju listar var að láta hefðbundna nótna
skrift lönd og leið. Hún þótti þröngva tónlistinni í fyrirfram gefnar
skorður, en með því að leysa upp taktstrik og gefa flytjandanum frelsi til
að ákveða tónhæð, jafnvel form og lengd verksins, var hægt að kanna ný